Real Madrid setur sig í samband við Dalot - Gyökeres til United eða City - Salah til í eins árs samning - Rooney reynir að bjarga starfinu
   þri 21. febrúar 2023 22:48
Elvar Geir Magnússon
Gísli baðst afsökunar á framkomu sinni - Blikar óánægðir með fréttaflutninginn
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Knattspyrnudeild Breiðabliks fordæmir fréttaflutning af hegðun Gísla Eyjólfssonar á Fótbolta.net í kvöld. Í yfirlýsingu segir að Gísli hafi hlotið alvarlegt höfuðhögg og ekki verið með sjálfum sér.

Gísli veittist með fúkyrðum og merkjasendingum að Jónínu Guðbjörgu Guðbjartsdóttur ljósmyndara Fótbolta.net sem var við störf á leik Blika gegn Leiknismönnum. Hér má sjá fréttina um málið.

Gísli hefur haft samband við Jónínu og beðist afsökunar á framkomu sinni. Í tilkynningunni kemur fram að hún hafi tekið við afsökunarbeiðninni og samþykkt hana.

Gísli fékk heilahristing og þurfti að leita á sjúkrahús eftir að hann fór af velli í 2-0 tapi Breiðabliks í Breiðholtinu. Hér að neðan má sjá yfirlýsingu Blika í heild sinni.


Athugasemdir
banner
banner
banner