Líklegra að Nunez verði seldur frá Liverpool - Wharton einn af þeim sem eru orðaðir við Man Utd - City á leið í endurbyggingu - Newcastle til í...
   fös 21. febrúar 2025 15:00
Hafliði Breiðfjörð
Zurich, Sviss.
Á mér draum um að fara á HM - Þjóðadeildin skiptir máli
Icelandair
Glódís Perla ætlar sér á HM með íslenska liðinu.
Glódís Perla ætlar sér á HM með íslenska liðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland hefur leik í Þjóðadeildinni í kvöld þegar liðið sækir Sviss heim. Glódís Perla Viggósdóttir fyrirliði íslenska landsliðsins ræddi við Fótbolta.net á æfingu liðsins í Zurich í gær og ítrekaði mikilvægi keppninnar svo Ísland eigi möguleika á sæti á HM 2027.

Þjóðadeildin getur reynst mörgum erfið að skilja og ekki allir sem átta sig á að hún gefur mun betri möguleika á sæti á stórmótum. Ísland hefur aldrei komist á Heimsmeistaramót og Glódísi langar að fara með liðinu í fyrsta sinn.

Fjögur lið eru í riðlinum í Þjóðadeildinni, auk Íslands og Sviss eru Noregur og Frakkland i riðlinum. Árangur liðanna í Þjóðadeildinni ræður úr um í hvaða styrkleikaflokki lið enda þegar dregið er í undankeppni HM. Fyrsta sæti A-deildar gefur efsta styrkleikaflokk og svo koll af kolli en fjórða og neðsta sætið fellir lið í B-deildina.

„Þjóðdeildin skiptir okkur ótrúlega miklu máli. Ég veit ekki hvort fólk fatti hvað þetta skiptir miklu máli fyrir undankeppni HM," sagði Glódís Perla við Fótbolta.net.

„Ég er ekki viss um að allar hér nenni að pæla svona í þessu eins mikið og ég geri en ég á mér draum um að fara á HM svo þetta skiptir mig mjög miklu máli," sagði hún.

Hægt er að lesa sér til um fyrirkomulagið á vef UEFA með því að smella hér.
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
Athugasemdir
banner
banner
banner