Gylfi Þór Sigurðsson er eins og allir vita orðinn leikmaður Víkings, var keyptur frá Val á þriðjudag og verður orðinn gjaldgengur í næsta leik Víkings. Sá leikur er æfingaleikur gegn FH í næstu viku og í kjölfarið fara Víkingar í æfingaferð.
Matthías Vilhjálmsson, leikmaður Víkings, var spurður út í komu Gylfa til félagsins í viðtali eftir leikinn gegn Panathinaikos í gær.
Matthías Vilhjálmsson, leikmaður Víkings, var spurður út í komu Gylfa til félagsins í viðtali eftir leikinn gegn Panathinaikos í gær.
„Geggjað að fá Gylfa, hann er einn af okkar allra bestu leikmönnum í sögunni, ef ekki sá besti. Ég hlakka til að sjá hann smyrjann á pönnuna á okkar leikmönnum. Það verður bara geggjað að spila með honum, þekki hann aðeins, æfði stundum með honum í FH. Hann er algjör gæðaleikmaður sem á eftir að lyfta okkur á hærra plan. Ég er mjög spenntur," sagði Matti sem samkvæmt Transfermarkt hefur spilað einn leik með Gylfa á ferlinum en það var landsleikur Portúgals og Íslands haustið 2011.
Matthías var leikmaður FH á 2004-2011 og aftur 2021-22. Gylfi var hjá FH fram í 4. flokk og hélt svo til Breiðabliks.
Athugasemdir