Líklegra að Nunez verði seldur frá Liverpool - Wharton einn af þeim sem eru orðaðir við Man Utd - City á leið í endurbyggingu - Newcastle til í...
   fös 21. febrúar 2025 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Amorim: Hljóðið á æfingum er öðruvísi
Rúben Amorim.
Rúben Amorim.
Mynd: EPA
Leikmenn og þjálfarar Manchester United tóku saman hópefli í vikunni til að tengjast betur.

Það hefur ekki gengið vel hjá United og hefur árangurinn ekkert skánað eftir að Rúben Amorim tók við liðinu undir lok síðasta árs.

Í breskum fjölmiðlum í vikunni voru birtar myndir af hópnum í hópefli en Amorim var spurður út í það á fréttamannafundi í dag. Hann telur að þetta sé að skila sér.

„Þetta hjálpar okkur á æfingum. Það sem ég sé á æfingum er að við erum að tengjast betur," segir Amorim.

„Hljóðið á æfingum er á öðruvísi. Þegar við erum að æfa, þá heyrirðu hljóðið. Fólk er að tala saman, biðja um boltinn og gefa leiðbeiningar."

„Við erum að breytast og verðum að sýna það í leikjunum," sagði portúgalski stjórinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner