Leikmenn og þjálfarar Manchester United tóku saman hópefli í vikunni til að tengjast betur.
Það hefur ekki gengið vel hjá United og hefur árangurinn ekkert skánað eftir að Rúben Amorim tók við liðinu undir lok síðasta árs.
Það hefur ekki gengið vel hjá United og hefur árangurinn ekkert skánað eftir að Rúben Amorim tók við liðinu undir lok síðasta árs.
Í breskum fjölmiðlum í vikunni voru birtar myndir af hópnum í hópefli en Amorim var spurður út í það á fréttamannafundi í dag. Hann telur að þetta sé að skila sér.
„Þetta hjálpar okkur á æfingum. Það sem ég sé á æfingum er að við erum að tengjast betur," segir Amorim.
„Hljóðið á æfingum er á öðruvísi. Þegar við erum að æfa, þá heyrirðu hljóðið. Fólk er að tala saman, biðja um boltinn og gefa leiðbeiningar."
„Við erum að breytast og verðum að sýna það í leikjunum," sagði portúgalski stjórinn.
Athugasemdir