Líklegra að Nunez verði seldur frá Liverpool - Wharton einn af þeim sem eru orðaðir við Man Utd - City á leið í endurbyggingu - Newcastle til í...
   fös 21. febrúar 2025 12:29
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Evrópudeildardrátturinn: Orri Steinn mætir Manchester United
Orri Steinn skoraði í gær í sigri Sociead. Framundan er einvígi gegn Manchester United!
Orri Steinn skoraði í gær í sigri Sociead. Framundan er einvígi gegn Manchester United!
Mynd: EPA
Dregið var í 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar í dag. Þar komu efstu átta liðin úr deildarkeppninni inn og þau lið sem unnu í umspilinu sem fram fór síðustu tvo fimmtudaga.

Eitt Íslendingalið var í pottinum, spænska liðið Real Sociedad sem er lið Orra Steins Óskarssonar.

Real Sociedad fær það verkefni að mæta Manchester United í 16-liðar úrslitunum. Siguvegarinn úr þessu einvígi mætir FCSB eða Lyon í 8-liðar úrslitunum. Orri Steinn þekkir það að spila gegn Man Utd því hann mætti liðinu í Meistaradeildinni á síðasta tímabili. Þess má geta að Orri er stuðningsmaður Man Utd.

Hitt enska liðið, Tottenham, mætir hollenska liðinu AZ Alkmaar. Sigurvegarinn úr þessu einvígi mætir annað hvort Ajax eða Frankfurt í næstu umferð.

16-liða úrslitin verða spiluð 6. og 13. mars.

16 liða úrslitin
Viktoria Plzen - Lazio
Bodö/Glimt - Olympiakos
Ajax - Frankfurt
AZ Alkmaar - Tottenham
Real Sociedad - Manchester United
FCSB - Lyon
Fenerbahce - Rangers
Roma - Athletic Club

8 liða úrslitin
1. Bodö/Glimt eða Olympiakos - Viktoria Plzen eða Lazio
2. AZ Alkmaar eða Tottenham - Ajax eða Frankfurt
3. Fenerbahce eða Rangers - Roma eða Athletic Club
4. Real Sociedad eða Manchester United - FCSB eða Lyon

Undanúrslitn
Sigurvegari úr leið 1 gegn sigurvegaranum úr leið 2.
Sigurvegari úr leið 3 gegn sigurvegaranum úr leið 4.
Athugasemdir
banner
banner
banner