Líklegra að Nunez verði seldur frá Liverpool - Wharton einn af þeim sem eru orðaðir við Man Utd - City á leið í endurbyggingu - Newcastle til í...
   fös 21. febrúar 2025 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hansi Flick: Getum lært mikið af handbolta
Hansi Flick.
Hansi Flick.
Mynd: EPA
Hansi Flick, stjóri Barcelona, er mikill handboltaáhugamaður en hann segir fótboltann geta lært mikið af handboltanum.

Hann nefnir til dæmis dómaratuð, en það er hart tekið á því í handboltanum.

Flick fór yfir þetta með fréttamönnum á dögunum og sagði þar: „Ég fíla handbolta. Þegar dómarinn í handbolta flautar, þá er boltinn settur niður og þú ferð í vörn."

„Það er málið. Ég held að við getum lært mikið frá handbolta."

Flick er frá Þýskalandi þar sem handboltinn er gríðarlega vinsæll.


Athugasemdir
banner
banner