Það hefur reynst mikill happafengur fyrir Víkinga að vera með Tarik Ibrahimagic í sínum röðum. Þeir sóttu hann frá Vestra á miðju síðasta tímabili en það er erfitt að finna mörg skipti á miðju tímabili sem hafa heppnast betur í sögu íslenska fótboltans.
Tarik var frábær hjá Víkingum undir lok síðasta tímabils og svo í Evrópuleikjunum að undanförnu.
Tarik var frábær hjá Víkingum undir lok síðasta tímabils og svo í Evrópuleikjunum að undanförnu.
Tarik gengur í öll hlutverk fyrir Víkinga en í leikjunum gegn Panathinaikos spilaði hann sem hafsent í þriggja manna vörn. Var hann með betri mönnum vallarins í báðum leikjunum.
Hann hefur leyst fjöldamargar stöður fyrir Víkinga, þar á meðal allar stöður í vörninni. Hann hefur leikið sem miðvörður og í bakverði sem hefur verið að koma inn á völlinn. Að upplagi er hann miðjumaður og hefur hann einnig spilað sem slíkur.
Tarik er leikmaður sem gæti leyst allar stöður á vellinum og gert það vel. Má með sanni segja að hann sé draumur þjálfarans með fjölhæfni sinni.
Tarik, sem er 24 ára, var krakkastjarna í Danmörku sem kom til Íslands og fann fæturnar aftur hér á landi með Vestra og svo með Víkingum.
Athugasemdir