Líklegra að Nunez verði seldur frá Liverpool - Wharton einn af þeim sem eru orðaðir við Man Utd - City á leið í endurbyggingu - Newcastle til í...
   fös 21. febrúar 2025 19:56
Brynjar Ingi Erluson
Markalaust í Sviss
Icelandair
Glódís Perla stangar boltann í leiknum
Glódís Perla stangar boltann í leiknum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sviss 0 - 0 Ísland
Lestu um leikinn

Íslenska kvennalandsliðið gerði markalaust jafntefli við Sviss í fremur lokuðum leik í fyrsta leik í A-deild Þjóðadeildarinnar á Stadion Letzigrund í Zürich í kvöld.

Dagný Brynjarsdóttir kom inn í byrjunarliðið og spilaði sinn fyrsta landsleik í tvö ár og þá var Cecilía Rán Rúnarsdóttir í markinu, en hún er einn allra heitasti markvörðu Evrópu um þessar mundir.

Leikurinn bauð ekki upp á mörg opin færi. Ísland átti nokkur tækifæri en það vantaði upp á herslumuninn fræga.

Sama var upp á teningnum í þeim síðari. Emilia Kiær Ásgeirsdóttir lyfti boltanum yfir mark Sviss og þá náði Sviss að ógna nokkrum sinnum, en varnir beggja liða voru þéttar og fundu liðin ekki leið fyrir boltann til að fara í markið.

Markalaiust jafntefli sem var líklega sanngjörn niðurstaða í Zürich en Ísland mætir næst Frökkum á Stade Marie-Marvingt á þriðjudag.
Athugasemdir
banner
banner