sun 21. mars 2021 08:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Györ, Ungverjaland
Víruð stemning hjá U21 - „Allt orðnir bestu vinir mínir þessir gæjar"
Atvikið á Írlandi súmeraði upp liðsheildina
Icelandair
Þarna!
Þarna!
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
U21 liðið gírar sig fyrir leik
U21 liðið gírar sig fyrir leik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Marki fagnað
Marki fagnað
Mynd: Fótbolti.net - Eyþór Árnason
Það voru allir klárir að bakka upp fyrirliðann
Það voru allir klárir að bakka upp fyrirliðann
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við mynduðum einhverja víraða stemningu í hópnum, eitthvað sem ég hef aldrei upplifað í fótboltanum."

Varnarmaðurinn Ísak Óli Ólafsson verður með U21 árs landsliðinu í Ungverjalandi þegar liðið ætlar sér að komast áfram úr riðlakeppni Evrópumótsins. Fyrsti leikur liðsins er á fimmtudag gegn Rússum.

„Heyrðu ég er bara inn í klefa að ganga frá draslinu mínu, græja það allt saman fyrir Ungverjaland,“ sagði Ísak Óli þegar fréttaritari Fótbolta.net heyrði í honum í gær.

Hvernig og hvenær kemur þú til móts við restina af hópnum?

„Við allir sem spilum í Danmörku, fyrir utan Jón Dag og Mikka, fljúgum allir Danirnir saman snemma á morgun [í dag, sunnudag] og hittum hópinn í Györ.“

Hvernig er tilfinningin að fara inn í þetta verkefni með U21? Mikil spenna?

„Já, þetta er geggjað. Það sjá það allir að þessi hópur er einstakur og þegar allir litu á riðilinn okkar þá voru ekki margir sem hugsuðu að við myndum fara á EM. Við mynduðum einhverja víraða stemningu í hópnum, eitthvað sem ég hef aldrei upplifað í fótboltanum. Okkur var alveg sama um hver andstæðingurinn var, okkur leið eins og við gætum ekki annað en unnið."

„Við fórum sem dæmi í leik á móti Ítalíu og við ætluðum okkur með okkar leikaðferð að rústa þeim, sem svo gekk ekki. Þetta eru allt orðnir bestu vinir mínir þessir gæjar. Það er öllum drullusama hvernig við gerum hlutina svo lengi sem þeir eru gerðir og við vinnum, það eru allir saman í þessu. Ég hef ekki fundið fyrir því að það sé einhver bitur ef hann er ekki að spila eða slíkt, þetta er hópur - liðsheild.“


Þessi hugsun og stemning hlýtur að veita manni mikla trú á verkefnið, sama hvað það er, eða hvað?

„Já, algjörlega. Svo líka, ég veit ekki hvort allir sáu það atvik, en í lokaleiknum gegn Írum fékk Jón Dagur boltann með hafsentinn þeirra í bakinu á sér. Hafsentinn smettaði Jón í andlitið og ég hef aldrei séð jafnmarga, leikmenn, þjálfara og sjúkraþjálfara í fullkomnum takti. Ef allir Írarnir hefðu reynt að fara á móti okkur þá hefðu þeir allir legið. Það voru allir klárir í að bakka Jón Dag upp á hálfri sekúndu."

„Mér fannst það atvik súmmera upp liðsheildina í þessu liði. Ef allir eru samtaka þá er refsingin líka ekki rautt spjald, það voru þeir sem fengu spjöldin á meðan við fengum ekkert. Þetta er geðveikur hópur, æfingarnar eru sturlaðar og samkeppnin er gífurleg."

„T.d. samkeppnin um markvarðarstöðuna er gífurlega hörð og svo hafa leikmenn bætt sig gífurlega, tekið skref upp á ferli og flestir orðnir atvinnumenn í hópnum frá því þessi undankeppni hófst.“


Utan frá virka viðbrögðin eftir tapið stóra gegn Svíum ytra sem algjör lykill að framhaldinu sem svo varð. Upplifir þú það þannig líka?

„Já, klárlega. Það var helvítis högg sem við fengum þar og högg sem við bjuggumst ekki við. Við voru alveg staðráðnir í því að bæta þetta upp og sýna fólki að við gætum þetta. Á þessum tímapunkti dæmdu okkur mjög margir eins og þetta væri bara búið en svo kom heimaleikurinn gegn Írum."

„Það átta sig ekki allir á því en Írar eru með mjög gott lið. Fagnaðarlætin í klefanum eftir 1-0 sigur þar sem þeir voru grenjandi allan leikinn, þú hefðir átt að sjá þetta. Maður muna eftir þeim fagnaðarlátum alla ævi,"
sagði Ísak sem kemur til Györ í dag.

Hann var einnig spurður út í Keflavík og SönderjyskE en hann mun leika með Keflavík að láni frá danska félaginu í sumar. Þau svör verða birt síðar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner