Belgíska landsliðið æfði í dag í fyrsta sinn undir stjórn Domenico Tedesco sem tók við liðinu í síðasta mánuði af Roberto Martinez.
Belgía mætir Svíþjóð í undankeppni EM 2024 á föstudaginn og Þýskalandi í æfingaleik á þriðjudaginn eftir viku.
Liðið mætir til leiks með nýjan fyrirliða en Kevin de Bruyne miðjumaður Manchester City tekur við bandinu af Eden Hazard sem lagði landsliðsskóna á hilluna eftir HM.
Miklar væntingar hafa verið gerðar til Belgíu undanfarin ár en liðið féll úr leik í riðlakeppninni á HM í Katar.
Athugasemdir