Zubimendi til Real frekar en Arsenal? - Bundesliga leikmenn á blaði Man Utd - Alvarez ekki til sölu
   fös 21. mars 2025 05:55
Brynjar Ingi Erluson
Ísland um helgina - Úrslitaleikur í Lengjubikar og seinni leikurinn gegn Kósóvó
Ísland spilar heimaleikinn í Murcia á Spáni
Ísland spilar heimaleikinn í Murcia á Spáni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur mætir Fylkir
Valur mætir Fylkir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Spennandi dagskrá er í gangi í íslenska boltanum um helgina en úrslitaleikurinn í A-deild Lengjubikars karla fer fram og þá spilar íslenska karlalandsliðið seinni leikinn gegn Kósóvó í umspili Þjóðadeildarinnar.

Stórleikur er spilaður í undanúrslitum A-deildar kvenna í kvöld en þar mætast stærstu lið landsins, Breiðablik og Valur, á Kópavogsvelli. Sigurvegarinn mætir Þór/KA eða Stjörnunni, en þau mætast á mánudag.

Úrslitaleikur Lengjubikarsins fer fram á morgun en þar mætast Fylkir og Valur á Würth-vellinum í Árbæ.

Hann hefst klukkan 14:00 og er sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Á sunnudag er spilaður síðari leikur Íslands og Kósóvó í umspili Þjóðadeildarinnar. Ísland er að berjast fyrir því að halda sæti sínu í B-deildinni á meðan Kósóvó freistar þess að komast upp úr C-deildinni.

Kósóvó leiðir einvígið 2-1 en heimaleikur Íslands er spilaður í Murcia á Spáni.

Leikir helgarinnar:

föstudagur 21. mars

Lengjubikar karla - B-deild, riðill 2
20:15 Ýmir-Víðir (Kórinn)

Lengjubikar karla - B-deild, riðill 3
20:00 ÍH-Grótta (Skessan)

Lengjubikar karla - C-deild, riðill 2
20:00 Úlfarnir-Vængir Júpiters (Lambhagavöllurinn)

Lengjubikar karla - C-deild, riðill 3
20:00 Álftanes-Hamar (OnePlus völlurinn)
20:00 SR-KM (Þróttheimar)

Lengjubikar karla - C-deild, riðill 4
19:30 RB-Stokkseyri (Nettóhöllin-gervigras)
20:00 Léttir-BF 108 (ÍR-völlur)
20:00 KÁ-Afríka (BIRTU völlurinn)

Lengjubikar kvenna - A-deild úrslit
18:00 Breiðablik-Valur (Kópavogsvöllur)

Lengjubikar kvenna - B-deild
18:00 HK-ÍA (Kórinn)
20:00 KR-Grótta (KR-völlur)

Lengjubikar kvenna - C-deild, riðill 1
20:00 Fjölnir-Selfoss (Egilshöll)

laugardagur 22. mars

Lengjubikar karla - A-deild úrslit
14:00 Fylkir-Valur (Würth völlurinn)

Lengjubikar karla - B-deild, riðill 1
14:00 Þróttur V.-KV (Domusnovavöllurinn)
14:00 Hvíti riddarinn-Kormákur/Hvöt (Malbikstöðin að Varmá)
14:30 Reynir S.-KFG (Nettóhöllin-gervigras)

Lengjubikar karla - B-deild, riðill 2
14:00 Víkingur Ó.-Augnablik (Ólafsvíkurvöllur)

Lengjubikar karla - B-deild, riðill 3
13:00 Kári-Sindri (Akraneshöllin)

Lengjubikar karla - B-deild, riðill 4
15:00 KFA-Tindastóll (Fjarðabyggðarhöllin)

Lengjubikar karla - C-deild, riðill 2
16:00 Uppsveitir-Skallagrímur (Domusnovavöllurinn)

Lengjubikar kvenna - C-deild, riðill 1
12:00 KH-Sindri (Valsvöllur)

Lengjubikar kvenna - C-deild, riðill 2
14:00 Dalvík/Reynir-Völsungur (Dalvíkurvöllur)
17:30 Einherji-Smári (Boginn)

sunnudagur 23. mars

Landslið karla - Þjóðadeild
17:00 Ísland-Kosóvó (Stadium Enrique Roca)

Lengjubikar kvenna - B-deild
14:00 Haukar-ÍBV (BIRTU völlurinn)

Lengjubikar kvenna - C-deild, riðill 1
14:00 Álftanes-ÍH (Miðgarður)
Athugasemdir
banner
banner