Branthwaite og Nmecha orðaðir við Man Utd - Liverpool hefur trú á framlengingum - Huijsen skotmark Newcastle
   fös 21. mars 2025 22:58
Ívan Guðjón Baldursson
Undankeppni HM: Ekvador í frábærri stöðu - Hörð barátta um umspilssætið
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Ekvador er í frábærri stöðu í undankeppni Suður-Ameríkuþjóða fyrir HM 2026 eftir 2-1 sigur gegn Venesúela í kvöld.

Ekvador er í öðru sæti undandeildarinnar með 22 stig eftir 13 umferðir, einu stigi fyrir ofan Brasilíu.

Enner Valencia var hetja þjóðarinnar í dag þar sem hann skoraði mark sitthvoru megin við leikhléð til að tryggja sigur.

Valencia fékk tækifæri til að fullkomna þrennu en brenndi af vítapunktinum á 70. mínútu og minnkuðu gestirnir frá Venesúela muninn í uppbótartíma. Þeim tókst þó ekki að jafna þar sem lokatölur urðu 2-1.

Venesúela er í harðri baráttu um sjöunda sæti undandeildarinnar, sem veitir þátttökurétt í umspilsleik um sæti á HM.

Síðustu nótt sigraði Perú óvænt 3-1 gegn Bólivíu til að rífa sig úr botnsætinu. Perú er núna aðeins þremur stigum frá umspilssætinu eftirsótta, sem Bólivía situr í.

Andy Polo skoraði og lagði upp í fyrri hálfleik áður en Miguelito minnkaði muninn. Edison Flores kom svo inn af bekknum til að innsigla sigurinn á 82. mínútu.

Ekvador 2 - 1 Venesúela
1-0 Enner Valencia ('39)
2-0 Enner Valencia ('46)
2-0 Enner Valencia, misnotað víti ('70)
2-1 Jhonder Cadiz ('91)

Perú 3 - 1 Bólivía
1-0 Andy Polo ('37)
2-0 Paolo Guerrero ('45)
2-1 Miguelito ('58, víti)
3-1 Edison Flores ('82)
Athugasemdir
banner
banner