Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mið 21. apríl 2021 08:00
Victor Pálsson
Bayern ekki búið að taka ákvörðun - Óvíst hver tekur við
Flick kveður.
Flick kveður.
Mynd: Getty Images
Það er ekki búið að ákveða hver verður næsti stjóri Bayern Munchen en Hansi Flick er að kveðja félagið í sumar.

Flick gaf það sjálfur út nýlega að hann vildi yfirgefa stöðuna og gæti mögulega tekið við þýska landsliðinu.

Jurgen Klopp hefur verið orðaður við starfið en hann hefur gert frábæra hluti með Liverpool á Englandi.

Að sögn Karl Heinz Rummenigge, stjórnarformanns Bayern, þá er ekki búið að taka ákvörðun enn.

Nokkrir kostir koma til greina en Flick mun þó fyrst klára tímabilið á Allianz.

„Við höfum ekki ákveðið hver verður stjórinn, fyrst vinnum við deildina og svo tökum við ákvörðun," sagði Rummenigge.
Athugasemdir
banner
banner
banner