Janúartilboð frá Liverpool í Kerkez og Zubimendi - Forest vill Ferguson - Man Utd hefur áhuga á Raum og Yildiz
   fim 21. apríl 2022 12:45
Brynjar Ingi Erluson
Heimild: Morgunblaðið 
Eiga Rúnar Már og Sverrir afturkvæmt í landsliðið?
Icelandair
Rúnar Már og Sverri Ingi í bakgrunninum
Rúnar Már og Sverri Ingi í bakgrunninum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aðgerðahópurinn, Öfgar, sendi tölvupóst á stjórn KSÍ í september á síðasta ári sem innihélt nöfn sex leikmanna vegna meintra ofbeldis- og kynferðisbrota, en Morgunblaðið greinir frá því í dag að Rúnar Már Sigurjónsson og Sverrir Ingi Ingason hafi verið á þeim lista.

Rúnar Már, sem spilar fyrir Cluj í Rúmeníu, hefur ekki verið í íslenska landsliðshópnum síðan í mars á síðasta ári, en hann var upphaflega valinn í verkefnið fyrir september áður en hann dró sig úr hópnum.

Síðasta haust sendu Öfgar tölvupóst á stjórn KSÍ sem innihélt dagsetningar á málum sex leikmanna og meintra brota þeirra.

Gylfi Þór Sigurðsson, Kolbeinn Sigþórsson og Aron Einar Gunnarsson voru allir á listanum sem og Ragnar Sigurðsson, en hann hefur nú lagt skóna á hilluna.

Morgunblaðið greinir nú frá því að Rúnar Már og Sverrir Ingi eru hinir tveir leikmennirnir á listanum.

Margir hafa furðað sig á því af hverju Sverrir hefur ekki tekið þátt í síðustu verkefnum en ástæðurnar eru persónulegar samkvæmt Arnari Þór Viðarssyni, þjálfara landsliðsins.

Rúnar Már hefur glímt við mikil meiðsli hjá Cluj en þeir spiluðu báðir síðast með landsliðinu í mars.

Bíða eftir regluverkinu

Sérsambönd ÍSÍ bíða enn eftir regluverki frá Íþrótta- og Ólympíusambandinu en það snýr að því hvort leikmenn eigi afturkvæmt aftur í landsliðið eftir að hafa brotið á sér á einhverjum tímapunkti.

Samkvæmt Mbl.is hefur ekkert regluverk borist.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner