Tilfinningin er ógeðslega góð maður. Geggjað, það er ekkert skemmtilegra en að skora mörk og mér finnst geggjað að við séum að vinna sannfærandi heima fyrir okkar fólk og við vildum gera það. Byrja heimavallahrinuna okkar af miklum krafti og sýna góða frammistöðu fyrir framan fólkið okkar sagði Hinrik Harðarson leikmaður ÍA sem skoraði sitt fyrsta mark fyrir ÍA í efstu deild í góðum 5 - 1 sigri á Fylki.
Lestu um leikinn: ÍA 5 - 1 Fylkir
Það er ótrúlega mikil ábyrgð sem fylgir því að vera kominn í ÍA og við viljum gera alvöru hluti og það er mikil krafa á að maður sé að leggja sig 100% fram og maður vill vera í þannig umhverfi og yndislegt að vera kominn hingað.
Rétt áður en þú skorar að þá fellur þú við inn í teignum, var það vítaspyrna?
Já ég er að fá boltann á rosa mikilli ferð og er að fara að skjóta á markið og dett úr jafnvægi við snertingu á bakið og ég ræddi við Pétur (dómara) og aðstoðardómarann og þeir voru alveg á því skiluru, en voru ekki 100% og hefðu þá þurft að reka hann af velli líka og þeir vildu ekki gera það.
Fyrsta markið komið, af hvað mörgum?
Vonandi mörgum. Bara eins mörgum og ég get en það er mikilvægast að við séum að vinna leiki núna og auðvitað er það mitt markmið að geta komið að sem flestum mörkum.
Nánar er rætt við Hinrik í sjónvarpinu hér að ofan.