Rashford, Sesko, Walker, Garnacho, Vlahovic, Cunha, Pogba, Dorgu og fleiri góðir í slúðri dagsins
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
Atli Þór í skýjunum: Víkingur var eina liðið sem ég hafði auga á
Alex er kominn heim: Mig langaði að fara í bláu treyjuna aftur
Benoný stýrði víkingaklappinu með stuðningsmönnum eftir fyrsta leikinn sinn
Stígur út úr þægindarrammanum og fer norður - „Nú fer ég og kíki í mat til hennar"
Hákon segir allt risastórt hjá Lille - „Vinur minn vill að ég taki Nunez treyjuna"
Glódís Perla: Ótrúlega dýrmætt og mun aldrei gleyma því
Kominn heim eftir dvöl í Portúgal og á Ítalíu - „Er enn með stóra drauma"
Ekki erfitt að segja tengdapabba frá ákvörðuninni - „Tími til þess að breyta til"
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
   sun 21. apríl 2024 20:16
Matthías Freyr Matthíasson
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Tilfinningin er ógeðslega góð maður. Geggjað, það er ekkert skemmtilegra en að skora mörk og mér finnst geggjað að við séum að vinna sannfærandi heima fyrir okkar fólk og við vildum gera það. Byrja heimavallahrinuna okkar af miklum krafti og sýna góða frammistöðu fyrir framan fólkið okkar sagði Hinrik Harðarson leikmaður ÍA sem skoraði sitt fyrsta mark fyrir ÍA í efstu deild í góðum 5 - 1 sigri á Fylki.


Lestu um leikinn: ÍA 5 -  1 Fylkir

Það er ótrúlega mikil ábyrgð sem fylgir því að vera kominn í ÍA og við viljum gera alvöru hluti og það er mikil krafa á að maður sé að leggja sig 100% fram og maður vill vera í þannig umhverfi og yndislegt að vera kominn hingað.

Rétt áður en þú skorar að þá fellur þú við inn í teignum, var það vítaspyrna?

Já ég er að fá boltann á rosa mikilli ferð og er að fara að skjóta á markið og dett úr jafnvægi við snertingu á bakið og ég ræddi við Pétur (dómara) og aðstoðardómarann og þeir voru alveg á því skiluru, en voru ekki 100% og hefðu þá þurft að reka hann af velli líka og þeir vildu ekki gera það. 

Fyrsta markið komið, af hvað mörgum?

Vonandi mörgum. Bara eins mörgum og ég get en það er mikilvægast að við séum að vinna leiki núna og auðvitað er það mitt markmið að geta komið að sem flestum mörkum.

Nánar er rætt við Hinrik í sjónvarpinu hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner