Aston Villa og Man Utd gætu skipst á leikmönnum - Onana falur fyrir 20 milljónir punda - Isak fer ekki frá Newcastle
   mán 21. apríl 2025 07:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Bayern og Milan fylgjast með miðjumanni Chelsea
Mynd: EPA
Andrey Santos, tvítugur miðjumaður Chelsea, hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína með Strasbourg í frönsku deildinni á þessari leiktíð.

Santos er á láni hjá Strasbourg en hann hefur skorað tíu mörk í efstu deild og er næst markahæstur meðal miðjumanna.

Daily Mail greinir frá því að Bayern Munchen hafi mikinn áhuga á að fá hann til sín í sumar en Chelsea vill að hann taki undirbúningstímabilið með Lundúnarliðinu og ákvörðun verði síðan tekin í framhaldinu. AC Milan er einnig sagt hafa áhuga.

Enzo Maresca vill ólmur fá hann til að spila með liðinu á HM félagsliða í sumar.
Athugasemdir