Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
   sun 21. maí 2023 20:19
Haraldur Örn Haraldsson
Óskar Hrafn: Við erum bara að læra að labba upp á nýtt
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Nú fyrir skömmu síðan lauk leik Breiðabliks og KA í Bestu deild karla þar sem Breiðablik vann leikinn 2-0. Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks var ánægður með sigur í þessum leik.


Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  0 KA

„Ég er bara sáttur við frammistöðuna, mér fannst hún öflug og það er svona það helsta sem ég tek úr þessum leik og það er náttúrulega gleðilegt að fá 3 stig og halda hreinu. Þessi leikur er klárlega eitthvað sem við getum byggt á í framhaldinu."

Staðan var jöfn 0-0 í hálfleik og KA menn höfðu verið mikið inn á vallarhelming Breiðabliks. Blikarnir komu hinsvegar út í seinni hálfleikinn vel og voru búnir að skora eftir eina mínútu, var eitthvað í hálfleik sem olli því?

„Nei nei, ég held það sé alveg ljóst að vindurinn spilaði stórt hlutverk í þessum leik. Þeir voru með vind í fyrri hálfleik og við vorum á móti vind. Þeir voru náttúrulega málsins samkvæmt, þá var auðveldara fyrir þá að koma boltanum upp heldur en okkur í fyrri hálfleik, án þess þó að mér fannst þeir ekki skapa sér neitt að ráði. Við gerðum það reyndar varla neitt heldur en leikurinn var bara í jafnvægi. Svo auðvitað bara byrjum við af krafti í seinni hálfleik. Það voru engar sérstakar áherslu breytingar að því leitinu til, vítið kemur út úr pressu sem var líka til staðar í fyrri hálfleik. Það var bara erfiðara fyrir okkur að framkvæma hana og kannski auðveldara fyrir KA að spila sig út úr henni í fyrri hálfleik en málið var bara það að það var kveikt á okkur. Við vorum grimmir, við vorum aggressívir og vorum sterkir án bolta, bæði á þeirra helmingi og okkar. Þegar svo er þá erum við góðir líka þegar við erum með boltan og mér fannst við geta skorað fleiri mörk í seinni hálfleiknum."

Nú þegar 8 leikir eru búnir í deildinni er þá hægt að sjá mun á Blika liðinu í ár og í fyrra?

„Við erum bara að læra að labba upp á nýtt, það eru breytingar á liðinu og það getur tekið aðeins lengri tíma að ná takti heldur en maður heðfi viljað. Við náttúrulega missum Dag og Ísak og Kiddi Steindórs er bara að koma til baka núna þannig að það er svolítið mikið horfið úr sóknarleiknum okkar, svo meiðist Patrik þannig við höfum aðeins þurft að endurskipuleggja sóknarleikinn okkar. Ég held við þurfum bara tíma, það eru engar töfralausnir. Þetta gerist ekki á einni nóttu, við þurfum tíma að ná takti aftur. Breiðabliks liðið í ár er ekki Íslandsmeistara lið Breiðabliks í fyrra. Það var þá og nú er bara annað lið og við þurfum bara að vera duglegir, duglegir á æfingasvæðinu, duglegir í leikjum, leggja okkur fram og þá verðum við fínir."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner