Man Utd og Liverpool vilja Cherki - Arsenal skoðar Coman - Tottenham og Man Utd vilja markvörð Frankfurt - Chelsea reyndi við Van Dijk - Garnacho...
Eggert Gunnþór: Ríkjandi bikarmeistarar og við vissum alltaf að þetta yrði erfitt
Keppni sem okkur þykir vænt um - „Stefnum bara á Laugardalsvöll"
Jakob Gunnar skoraði gegn gömlu félögunum - „Skrítið en mjög skemmtilegt"
Hallgrímur Mar um innkomu Römer: Eins gott og það gat verið
Viktor Elmar: Er flottur leikmaður, þó ég segi sjálfur frá
Gunnar Már um fyrstu mánuðina: Þetta hefur verið brekka
Dóri Árna um Damir: Innan við eitt prósent líkur á því
Rúnar Páll: Ég ætlaði að taka mér pásu frá þjálfun
Haukur Andri: Maður ætlar sér klárlega aftur út
Ian Jeffs: Meira svekktur með frammistöðuna en úrslitin
Viktor Jóns: Ég elskaði að spila með Hinriki
Bjarni Jó: Bara eitt Hafnarfjarðarlið eftir
Vildi koma aftur í KA: Félag á uppleið og gaman að vera hluti af því
Marcel Römer: Þarf ekki að hafa áhyggjur af mér, ég er með þetta allt í höfðinu
Eru eins og fjölskylda í Ólafsvík - „Elska þetta land"
Gylfi: Þeir áttu þetta bara skilið
Brynjar Árna: Erfitt en gaman að máta sig við þá
Oliver Heiðars: Sætt að kasta þeim út og hefna mín aðeins
Magnús Már: Gaman að sjá hann leggja upp á yngri bróður sinn
Elmar Cogic: Sagði við hann fyrir leik að hann myndi skora
   sun 21. maí 2023 20:19
Haraldur Örn Haraldsson
Óskar Hrafn: Við erum bara að læra að labba upp á nýtt
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Nú fyrir skömmu síðan lauk leik Breiðabliks og KA í Bestu deild karla þar sem Breiðablik vann leikinn 2-0. Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks var ánægður með sigur í þessum leik.


Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  0 KA

„Ég er bara sáttur við frammistöðuna, mér fannst hún öflug og það er svona það helsta sem ég tek úr þessum leik og það er náttúrulega gleðilegt að fá 3 stig og halda hreinu. Þessi leikur er klárlega eitthvað sem við getum byggt á í framhaldinu."

Staðan var jöfn 0-0 í hálfleik og KA menn höfðu verið mikið inn á vallarhelming Breiðabliks. Blikarnir komu hinsvegar út í seinni hálfleikinn vel og voru búnir að skora eftir eina mínútu, var eitthvað í hálfleik sem olli því?

„Nei nei, ég held það sé alveg ljóst að vindurinn spilaði stórt hlutverk í þessum leik. Þeir voru með vind í fyrri hálfleik og við vorum á móti vind. Þeir voru náttúrulega málsins samkvæmt, þá var auðveldara fyrir þá að koma boltanum upp heldur en okkur í fyrri hálfleik, án þess þó að mér fannst þeir ekki skapa sér neitt að ráði. Við gerðum það reyndar varla neitt heldur en leikurinn var bara í jafnvægi. Svo auðvitað bara byrjum við af krafti í seinni hálfleik. Það voru engar sérstakar áherslu breytingar að því leitinu til, vítið kemur út úr pressu sem var líka til staðar í fyrri hálfleik. Það var bara erfiðara fyrir okkur að framkvæma hana og kannski auðveldara fyrir KA að spila sig út úr henni í fyrri hálfleik en málið var bara það að það var kveikt á okkur. Við vorum grimmir, við vorum aggressívir og vorum sterkir án bolta, bæði á þeirra helmingi og okkar. Þegar svo er þá erum við góðir líka þegar við erum með boltan og mér fannst við geta skorað fleiri mörk í seinni hálfleiknum."

Nú þegar 8 leikir eru búnir í deildinni er þá hægt að sjá mun á Blika liðinu í ár og í fyrra?

„Við erum bara að læra að labba upp á nýtt, það eru breytingar á liðinu og það getur tekið aðeins lengri tíma að ná takti heldur en maður heðfi viljað. Við náttúrulega missum Dag og Ísak og Kiddi Steindórs er bara að koma til baka núna þannig að það er svolítið mikið horfið úr sóknarleiknum okkar, svo meiðist Patrik þannig við höfum aðeins þurft að endurskipuleggja sóknarleikinn okkar. Ég held við þurfum bara tíma, það eru engar töfralausnir. Þetta gerist ekki á einni nóttu, við þurfum tíma að ná takti aftur. Breiðabliks liðið í ár er ekki Íslandsmeistara lið Breiðabliks í fyrra. Það var þá og nú er bara annað lið og við þurfum bara að vera duglegir, duglegir á æfingasvæðinu, duglegir í leikjum, leggja okkur fram og þá verðum við fínir."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner