Man Utd gerði ekki tilboð í Martínez - Martínez hefur ekki áhuga á að fara til Tyrklands - Bayern vildi Lookman
Gísli Gotti: Besta sem maður getur hugsað sér sem íslenskur fótboltamaður
Elías um samkeppnina við Hákon: Þægilegra samband en á flestum öðrum stöðum
Brynjólfur: Þegar maður spilar vel býst maður við að vera hérna
Rúnar: Ég veit ekki alveg yfir hverju þeir voru að kvarta
Túfa um dómgæsluna: Bara engan veginn rangstaða, ekki nálægt því
„Djöfull er þetta skemmtilegt, svona á þetta að vera“
Guðmundur Baldvin missti ekki trúnna: Ég var manna slakastur inn í klefa í hálfleik
„Virðist ekki hjálpa okkur að vera manni fleiri“
Dóri Árna: Viljandi ákvað að horfa ekki á þetta aftur
Davíð Smári: Fótboltinn gefur og tekur frá þér
Jökull með skilaboð til stuðningsmanna - „Fólk fari að mæta og taki þátt í spennandi titilbaráttu með okkur"
Haddi sendir ákall til KSÍ - „Til skammar að félagið skuli haga sér svona"
Óskar Hrafn: Ekki fúll yfir því að taka stig á þessum velli
Láki: Getur ekki ætlast til að stórveldi eins og ÍA leggist niður í Eyjum
Maggi brjálaður út í dómarana - „Höfum ekki fengið neitt frá dómurunum“
Jökull um umdeilda markið: Þetta er búið að gerast svo oft
Lárus Orri: Þeir voru að finna svæði milli miðju og varnar of auðveldlega
Heimir Guðjóns: Tekin ákvörðun í haust að byggja upp nýtt lið
Breki Baxter: Stigum stórt skref upp í topp sex
Halli Hróðmars hrikalega svekktur: Þurfum fleiri stig
   sun 21. maí 2023 20:19
Haraldur Örn Haraldsson
Óskar Hrafn: Við erum bara að læra að labba upp á nýtt
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Nú fyrir skömmu síðan lauk leik Breiðabliks og KA í Bestu deild karla þar sem Breiðablik vann leikinn 2-0. Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks var ánægður með sigur í þessum leik.


Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  0 KA

„Ég er bara sáttur við frammistöðuna, mér fannst hún öflug og það er svona það helsta sem ég tek úr þessum leik og það er náttúrulega gleðilegt að fá 3 stig og halda hreinu. Þessi leikur er klárlega eitthvað sem við getum byggt á í framhaldinu."

Staðan var jöfn 0-0 í hálfleik og KA menn höfðu verið mikið inn á vallarhelming Breiðabliks. Blikarnir komu hinsvegar út í seinni hálfleikinn vel og voru búnir að skora eftir eina mínútu, var eitthvað í hálfleik sem olli því?

„Nei nei, ég held það sé alveg ljóst að vindurinn spilaði stórt hlutverk í þessum leik. Þeir voru með vind í fyrri hálfleik og við vorum á móti vind. Þeir voru náttúrulega málsins samkvæmt, þá var auðveldara fyrir þá að koma boltanum upp heldur en okkur í fyrri hálfleik, án þess þó að mér fannst þeir ekki skapa sér neitt að ráði. Við gerðum það reyndar varla neitt heldur en leikurinn var bara í jafnvægi. Svo auðvitað bara byrjum við af krafti í seinni hálfleik. Það voru engar sérstakar áherslu breytingar að því leitinu til, vítið kemur út úr pressu sem var líka til staðar í fyrri hálfleik. Það var bara erfiðara fyrir okkur að framkvæma hana og kannski auðveldara fyrir KA að spila sig út úr henni í fyrri hálfleik en málið var bara það að það var kveikt á okkur. Við vorum grimmir, við vorum aggressívir og vorum sterkir án bolta, bæði á þeirra helmingi og okkar. Þegar svo er þá erum við góðir líka þegar við erum með boltan og mér fannst við geta skorað fleiri mörk í seinni hálfleiknum."

Nú þegar 8 leikir eru búnir í deildinni er þá hægt að sjá mun á Blika liðinu í ár og í fyrra?

„Við erum bara að læra að labba upp á nýtt, það eru breytingar á liðinu og það getur tekið aðeins lengri tíma að ná takti heldur en maður heðfi viljað. Við náttúrulega missum Dag og Ísak og Kiddi Steindórs er bara að koma til baka núna þannig að það er svolítið mikið horfið úr sóknarleiknum okkar, svo meiðist Patrik þannig við höfum aðeins þurft að endurskipuleggja sóknarleikinn okkar. Ég held við þurfum bara tíma, það eru engar töfralausnir. Þetta gerist ekki á einni nóttu, við þurfum tíma að ná takti aftur. Breiðabliks liðið í ár er ekki Íslandsmeistara lið Breiðabliks í fyrra. Það var þá og nú er bara annað lið og við þurfum bara að vera duglegir, duglegir á æfingasvæðinu, duglegir í leikjum, leggja okkur fram og þá verðum við fínir."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner