Liverpool undirbýr tilboð í Smit - Jackson vill ekki fara frá Bayern - Baleba ofarlega á óskalista Amorim - Pulisic bíður með að skrifa undir
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   sun 21. maí 2023 20:19
Haraldur Örn Haraldsson
Óskar Hrafn: Við erum bara að læra að labba upp á nýtt
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Nú fyrir skömmu síðan lauk leik Breiðabliks og KA í Bestu deild karla þar sem Breiðablik vann leikinn 2-0. Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks var ánægður með sigur í þessum leik.


Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  0 KA

„Ég er bara sáttur við frammistöðuna, mér fannst hún öflug og það er svona það helsta sem ég tek úr þessum leik og það er náttúrulega gleðilegt að fá 3 stig og halda hreinu. Þessi leikur er klárlega eitthvað sem við getum byggt á í framhaldinu."

Staðan var jöfn 0-0 í hálfleik og KA menn höfðu verið mikið inn á vallarhelming Breiðabliks. Blikarnir komu hinsvegar út í seinni hálfleikinn vel og voru búnir að skora eftir eina mínútu, var eitthvað í hálfleik sem olli því?

„Nei nei, ég held það sé alveg ljóst að vindurinn spilaði stórt hlutverk í þessum leik. Þeir voru með vind í fyrri hálfleik og við vorum á móti vind. Þeir voru náttúrulega málsins samkvæmt, þá var auðveldara fyrir þá að koma boltanum upp heldur en okkur í fyrri hálfleik, án þess þó að mér fannst þeir ekki skapa sér neitt að ráði. Við gerðum það reyndar varla neitt heldur en leikurinn var bara í jafnvægi. Svo auðvitað bara byrjum við af krafti í seinni hálfleik. Það voru engar sérstakar áherslu breytingar að því leitinu til, vítið kemur út úr pressu sem var líka til staðar í fyrri hálfleik. Það var bara erfiðara fyrir okkur að framkvæma hana og kannski auðveldara fyrir KA að spila sig út úr henni í fyrri hálfleik en málið var bara það að það var kveikt á okkur. Við vorum grimmir, við vorum aggressívir og vorum sterkir án bolta, bæði á þeirra helmingi og okkar. Þegar svo er þá erum við góðir líka þegar við erum með boltan og mér fannst við geta skorað fleiri mörk í seinni hálfleiknum."

Nú þegar 8 leikir eru búnir í deildinni er þá hægt að sjá mun á Blika liðinu í ár og í fyrra?

„Við erum bara að læra að labba upp á nýtt, það eru breytingar á liðinu og það getur tekið aðeins lengri tíma að ná takti heldur en maður heðfi viljað. Við náttúrulega missum Dag og Ísak og Kiddi Steindórs er bara að koma til baka núna þannig að það er svolítið mikið horfið úr sóknarleiknum okkar, svo meiðist Patrik þannig við höfum aðeins þurft að endurskipuleggja sóknarleikinn okkar. Ég held við þurfum bara tíma, það eru engar töfralausnir. Þetta gerist ekki á einni nóttu, við þurfum tíma að ná takti aftur. Breiðabliks liðið í ár er ekki Íslandsmeistara lið Breiðabliks í fyrra. Það var þá og nú er bara annað lið og við þurfum bara að vera duglegir, duglegir á æfingasvæðinu, duglegir í leikjum, leggja okkur fram og þá verðum við fínir."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner