Þrír orðaðir við Man City - Chelsea og Liverpool á eftir Kerkez - Fer Vlahovic til Arsenal?
   þri 21. júní 2022 13:39
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Á engin orð yfir þessum leik sem Ísak bauð upp á hérna í dag"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Halldór Árnason, aðstoðarþjálfari Breiðabliks, var spurður út í Ísak Snæ Þorvaldsson í viðtali eftir leikinn gegn KA í gær. Ísak skoraði fyrsta mark Breiðabliks í leiknum og lagði svo upp tvö mörk áður en hann var tekinn af velli þegar vel var liðið á seinni hálfleikinn.

Ísak hefur verið frábær með Breiðabliki í sumar, er markahæsti leikmaður deildarinnar og hafa Blikar unnið alla þá leiki sem Ísak hefur spilað.

Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  1 KA

Ísak var valinn maður leiksins af Arnari Laufdal sem fjallaði um leikinn hér á Fótbolta.net í gær.

„Ég á svo sem engin orð yfir þessum leik sem Ísak bauð upp á hérna í dag, algjörlega stórkostlegur og hefur auðvitað verið það í sumar," sagði Dóri.

„Það var auðvitað gert mikið með hann eftir fyrstu leikina - eðlilega, búinn að vera algjörlega frábær. Svo kemur löng pása, hann fer og spilar með U21 og fær því kannski ekki sömu pásu og aðrir og lendir auðvitað í smá óhappi þar. Hann er svo í banni á móti Val. Það er ekkert sjálfgefið að koma til baka, inn í 'hype-ið', og eiga svona frammistöðu. Þetta sýnir bara þann frábæra einstakling og leikmann sem Ísak er."

„Ég er mjög jákvæður, veit ekki meira um það. Ég vonast auðvitað eftir því að halda öllum okkar frábæru leikmönnum og bind vonir við það,"
sagði Dóri.


Dóri Árna: Erum með leikmenn með stórt hjarta
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner