Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 21. júní 2022 20:00
Ívan Guðjón Baldursson
Sky: Arsenal undirbýr sig fyrir viðræður við Leeds
Mynd: Getty Images

Arsenal er á höttunum eftir tveimur brasilískum framherjum, Raphinha hjá Leeds og Gabriel Jesus hjá Manchester City.


Verðmiðinn á hvorum leikmanni er í kringum 50 milljónir punda og hefur Arsenal verið í viðræðum við Man City í nokkrar vikur varðandi möguleg kaup á Jesus.

Nú greinir Sky frá því að Arsenal er að undirbúa sig til að hefja viðræður við Leeds um Raphinha, sem vildi fara til Barcelona en er þreyttur á að bíða eftir tilboði sem mun kannski ekki berast í sumar.

Raphinha hefur verið meðal bestu leikmanna Leeds frá komu sinni til félagsins og hafa nokkur af stærstu félögum Evrópu sýnt honum mikla athygli.

Raphinha á tvö ár eftir af samningnum við Leeds á meðan Jesus á aðeins eitt ár eftir hjá City.

Leikmennirnir eru báðir 25 ára gamlir. Raphinha hefur skorað 17 og lagt upp 12 í 67 leikjum með Leeds á meðan Jesus er með 95 mörk og 46 stoðsendingar í 236 leikjum hjá City.


Athugasemdir
banner