Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   mið 21. júní 2023 21:15
Brynjar Ingi Erluson
Besta deild kvenna: Breiðablik og Valur töpuðu stigum
Linli Tu skoraði mark Keflvíkinga
Linli Tu skoraði mark Keflvíkinga
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Taylor Marie Ziemer jafnaði fyrir Blika á Kópavogsvelli
Taylor Marie Ziemer jafnaði fyrir Blika á Kópavogsvelli
Mynd: Sigurður Ingi Pálsson
Toppliðin í Bestu deild kvenna, Valur og Breiðablik, töpuðu bæði stigum í toppbaráttunni í kvöld.

Keflavík og Valur gerðu 1-1 jafntefli í Keflavík. Kínverska landsliðskonan Linli Tu var hársbreidd frá því að koma heimakonum yfir á 15. mínútu en skot hennar hafnaði í stöng.

Þegar lítið var eftir af hálfleiknum tókst henni að laga miðið og kom Keflavík í 1-0. Sandra Voitane laumaði boltanum inn á Linli Tu sem skoraði úr þröngu færi.

Bryndís Arna Níelsdóttir jafnaði fyrir Val á 49. mínútu leiksins en henni tókst að refsa fyrir færanýtingu Keflvíkinga því stuttu áður hafði Dröfn Einarsdóttir átti skot í þverslá.

Valur fékk tækifæri til að ná í öll stigin á 81. mínútu. Ásdís Karen Halldórsdóttir var tekin niður í teignum og var það Fanndís Friðriksdóttir sem fór á punktinn en hún lúðraði boltanum himinhátt yfir markið. Lokatölur 1-1 í Keflavík en Valur er áfram á toppnum með 20 stig á meðan Keflavík er í 6. sæti með 12 stig.

Blikar misstu af tækifæri til að saxa á forystu Vals

Breiðablik og Þróttur R. gerðu 2-2 jafntefli á Kópavogsveli. Katrín Ásbjörnsdóttir kom Blikum í forystu á 8. mínútu. Ásta Eir Árnadóttir hristi af sér varnarmann áður en hún kom boltanum fyrir og þar var Katrín mætt til að afgreiða boltann í netið.

Bæði lið sköpuðu sér stórhættuleg færi í byrjun síðari hálfleiks en það var síðan Þróttur sem jafnaði leikinn. Sierra Marie Lelii lúrði á fjærstönginni. Tanya Laryssa Boychuk hamraði boltanum fyrir og fór boltinn í gegnum allan teiginn og á Sierru sem skoraði.

Tveimur mínútum síðar kom Tanya Laryssa Boychuk Þrótturum yfir þegar hún fékk ágætis pláss til að athafna sig. Hún lét vaða á nærstöngina og fór boltinn undir Telmu Ívarsdóttur og í netið.

Taylor Marie Ziemer jafnaði fyrir Blika á 68. mínútu eftir góða sókn en það voru Þróttarar sem voru líklegri til að stela sigrinum en sigurmarkið kom ekki og lokatölur því 2-2 í Kópavogi. Blikar eru í 2. sæti með 17 stig en Þróttarar í 4. sæti með 14 stig.

Úrslit og markaskorarar:

Keflavík 1 - 1 Valur
1-0 Linli Tu ('39 )
1-1 Bryndís Arna Níelsdóttir ('49 )
1-1 Fanndís Friðriksdóttir ('81 , misnotað víti)
Lestu um leikinn

Breiðablik 2 - 2 Þróttur R.
1-0 Katrín Ásbjörnsdóttir ('8 )
1-1 Sierra Marie Lelii ('61 )
1-2 Tanya Laryssa Boychuk ('63 )
2-2 Taylor Marie Ziemer ('68 )
Lestu um leikinn
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner