Risaverðmiði á Isak sem er á óskalista Chelsea - Bayern ætlar að reyna við Onana - Áhugi frá Sádi-Arabíu á Garnacho
banner
   fös 21. júní 2024 07:40
Ívan Guðjón Baldursson
Iroegbunam í læknisskoðun hjá Everton - Harrison næstur inn
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildarfélagið Everton er búið að ganga frá kaupum á Tim Iroegbunam frá Aston Villa. Hann á aðeins eftir að standast læknisskoðun hjá félaginu.

Iroegbunam er tvítugur miðjumaður sem kemur úr röðum Aston Vila og kostar 9 milljónir punda, en Lewis Dobbin er á sama tíma sagður vera á leið í hina áttina fyrir sömu upphæð. Aston Villa ætti þá að fá Dobbin fyrir 9 milljónir.

Iroegbunam kom við sögu í 15 leikjum með Aston Villa á nýliðnu tímabili en fékk lítið af mínútum, eftir að hafa verið mikilvægur hlekkur í liði QPR í Championship deildinni tímabilið 2022-23. Hann er leikmaður U20 landsliðs Englands og á í heildina 13 leiki að baki fyrir yngri landsliðin.

Næsti leikmaður sem mun ganga til liðs við Everton er Jack Harrison, 27 ára kantmaður Leeds United.

Harrison mun koma á lánssamningi eftir að hafa varið síðustu leiktíð á láni hjá Everton.

Harrison átti þátt í sjö mörkum með beinum hætti í 35 leikjum með Everton.
Athugasemdir
banner
banner
banner