Risaverðmiði á Isak sem er á óskalista Chelsea - Bayern ætlar að reyna við Onana - Áhugi frá Sádi-Arabíu á Garnacho
banner
   fös 21. júní 2024 19:10
Ívan Guðjón Baldursson
Pere Romeu nýr þjálfari Barcelona (Staðfest)
Mynd: EPA
Kvennalið Barcelona er búið að ráða inn nýjan þjálfara til að taka við keflinu eftir að Jonatan Giráldez hætti störfum hjá félaginu til að taka við Washington Spirit í Bandaríkjunum. Sá heitir Pere Romeu og hefur starfað sem aðstoðarþjálfari Giráldez síðustu þrjú ár.

Barca hefur unnið Meistaradeild Evrópu síðustu tvö ár í röð undir stjórn Giráldez og vann félagið sögulega fernu í fyrra.

Giráldez er talinn vera einn af allra bestu þjálfurum heims í kvennafótbolta og er mikil pressa á Romeu sem þarf að fylla í ansi stórt skarð.

Það verður áhugavert að fylgjast með gengi hjá stjörnum prýddu liði Börsunga á næstu leiktíð.


Athugasemdir
banner
banner