Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mið 21. júlí 2021 15:32
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ólympíuleikarnir: Skoraði þrennu í sjö marka tapi
Barbra í baráttunni við Aniek Nouwen í dag
Barbra í baráttunni við Aniek Nouwen í dag
Mynd: Getty Images
Sex leikir fóru fram í dag á Ólympíuleikunum í Tókýó. Þegar var búið að greina frá úrslitum úr fyrstu þremur viðureignum dagsins.

Fyrri úrslit:
44 leikja hrinu Bandaríkjanna án ósigurs lauk gegn Svíþjóð

Japan og Kanada gerðu 1-1 jafntefli í fjórða leik dagsins. Japan jafnaði leikinn á 84. mínútu eftir að Kanada komst yfir á sjöttu mínútu.

Holland valtaði yfir Sambíu, 10-3, í fimmta leik dagsins. Vivianne Miedema, sem er á mála hjá Arsenal, skoraði fjögur mörk fyrir Holland. Barbra Branda skoraði öll þrjú mörk Sambíu í leiknum.

Að lokum vann Ástralía 2-1 sigur gegn Nýja-Sjálandi. Nýja-Sjáland minnkaði muninn í uppbótartíma eftir að Ástralía hafði komist í 2-0 í fyrri hálfleik.

Leikið er í þremur fjögurra liða riðlum og fór öll 1. umferðin fram í dag. Tvö efstu liðin úr hverjum riðli fara áfram í 8-liða úrslit og tvö stigahæstu liðin í 3. sæti.
Athugasemdir
banner
banner