Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 21. júlí 2022 12:17
Innkastið
Býst við að Valur reyni að fá Arnar Grétars eftir tímabilið
Arnar Grétarsson, þjálfari KA.
Arnar Grétarsson, þjálfari KA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir Guðjónsson.
Heimir Guðjónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það urðu risastór tíðindi í Bestu deildinni í upphafi vikunnar þegar Heimir Guðjónsson lét af störfum hjá Val og Ólafur Jóhannesson var kynntur sem þjálfari út tímabilið.

Rætt var um þessar hræringar í Innkastinu sem tekið var upp í gær.

„Tími Heimis há Val litast af stórum ákvörðunum. Hann lætur Eið Aron Sigurbjörnsson fara og hendir Hannesi í burtu. Hans tíma verður helst minnst af þessu, það voru stórar ákvarðanir teknar. Ég held að allir séu sammála um að Heimir hafi klikkað í þessum ákvörðunum," segir Eysteinn Þorri Björgvinsson.

„Það svíður hvernig þeir fóru með síðasta tímabil. Það er gríðarleg vofa yfir þessum Íslandsmeistaratitli árið á undan, mótið er ekki búið og það er flautað af í einhverju hryggleysi. Þeir fagna á æfingu og umræðan var ekki um Íslandsmeistaratitilinn heldur að þeir hafi verið of margir á liðsmynd frá partíinu. Það vill enginn verða svona Íslandsmeistari," segir Andri Már Eggertsson.

Óli fer eftir gömlu uppskriftinni
„Ég reikna með að Óli fari mikið í það sem hann þekkir og fari eftir gömlu góðu uppskriftinni sem skilaði tveimur Íslandsmeistaratitlum og tveimur bikarmeistaratitlum," segir Eysteinn um það sem Ólafur kemur með að borðinu.

„Hann kemur með gleði og stemningu inn í þetta. Ég fussaði og sveijaði þegar ég sá þetta fyrst og hugsaði hvort þeir ætluðu í alvöru að fara í sama gamla farið. En á sama tíma, hvað er í boði? Þeir þurfa bara einhverja stemningu og léttleika. Ég held að Óli Jó sé maður í það en ég ætla að vona að Börkur sé á fullu á skrifstofunni núna að undirbúa næsta tímabil."

Eysteinn segir borðliggjandi að Valur muni reyna að fá Arnar Grétarsson, þjálfara KA, til að taka við eftir tímabilið.

„Ég held að Valsmenn hjóli í Arnar Grétarsson eftir tímabilið. Hann hefur staðið sig frábærlega í þjálfun á Íslandi og sýnt það með árangrinum hjá KA. Arnar getur alveg spilað fallegan og flottan fótbolta og mér finnst það liggja beint við að Valur reyni að fá hann," segir Eysteinn og Andri tekur undir:

„Ég held að það yrði farsæl lausn fyrir bæði Arnar og Val. Hringekjan gæti kannski orðið þannig að KA tæki Heimi," segir Andri.
Innkastið - Miklar hræringar og vesen í Vesturbæ
Athugasemdir
banner
banner
banner