„Mér fannst FH bara gefast upp þegar fyrsta markið kom," segir Eysteinn Þorri Björgvinsson í Innkastinu þar sem rætt er um 0-3 tap FH gegn Víkingi í Kaplakrikanum á laugardaginn síðasta.
Eiður Smári Guðjohnsen hefur ekki náð að snúa gengi FH við og liðið er í fallbaráttu, tveimur stigum fyrir ofan fallsæti. Liðinu hefur ekki tekist að vinna neinn af þeim fjórum leikjum sem Eiður hefur stýrt.
Eiður Smári Guðjohnsen hefur ekki náð að snúa gengi FH við og liðið er í fallbaráttu, tveimur stigum fyrir ofan fallsæti. Liðinu hefur ekki tekist að vinna neinn af þeim fjórum leikjum sem Eiður hefur stýrt.
„Eiður er mættur, 'geitin', en það er samt ekkert að frétta. Lennon fór í viðtal eftir leik um daginn og sagði að allt væri breytt, þetta væri allt annað. En uppskeran er síðan bara sú sama," segir Arnar Laufdal í þættinum.
„Ég held að allir séu sammála því að það þurfi algjöra enduruppbyggingu í Krikanum. Þetta er sama tuggan umferð eftir umferð, það þýðir ekki að vera með níu miðjumenn í byrjunarliðinu og allur sá pakki. FH-ingar þurfa að fara í gífurlega naflaskoðun og þeir þurfa að setja sig í stand ef þeir ætla ekki að vera í fallbaráttu þegar við förum inn í 'ofsalegan október'. Þetta er illa samsettur hópur, það er of mikið af miðjumönnum," segir Eysteinn.
Þurfa að styrkja öftustu stöður
Andri Már Eggertsson segir FH þurfa að skoða það að fá sér markmann en Eysteinn telur að efst á blaði hjá FH ætti að vera að fá inn miðvörð. Honum finnst furðulegt ef liðið reyndi ekki við Brynjar Gauta Guðjónsson sem fór frá Stjörnunni í Fram.
„Mér finnst galið ef FH fór ekki á eftir honum. Sjáum hvernig hann kemur inn í Framliðið. Mér þætti skrítið ef FH tæki ekki inn hafsent áður en glugganum verður lokað. Ég myndi segja að það sé forgangsatriði hjá FH númer eitt, tvö og þrjú að sækja sér miðvörð áður en þeir ná sér í markvörð. Ég er samt fullkomlega sammála Andra í því að það þurfi að fá inn markvörð, einhvern sem hægt er að treysta á að verði í rammanum næstu fimm árin," segir Eysteinn.
Í þættinum er rætt um að FH þurfi að hreinsa til í leikmannahópnum og Andri veltir fyrir sér hvort það væri best fyrir liðið að losa Steven Lennon.
„Ef talað er um leikmenn sem þyrfti að losa þá er 34 ára Skoti sem hefur ekki gert neitt nýlega. Hann myndi líka losa mikið um launaþakið. En þegar allir eru lélegir er erfitt fyrir einhvern einn að standa upp úr," segir Andri.
„FH getur tekið jákvætt úr þessu að þeir eru komnir með mann sem þeir eru ánægðir með og vilja að byggi upp nýtt FH-lið. Það er mikilvægt að hafa mann sem er til í dæmið og hæfur í að byggja upp liðið," segir Eysteinn um ráðninguna á Eiði Smára.
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir