Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fim 21. júlí 2022 18:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Derby
Myndir: Gylfi ferðaðist langa vegalengd til að mæta á völlinn
Icelandair
Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á leiknum.
Á leiknum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gylfi Þór Sigurðsson var aftur á vellinum þegar Ísland spilaði við Frakkland í lokaleik sínum á Evrópumóti kvenna.

Gylfi mætti á annan leik Íslands í riðlakeppninni þar sem liðið gerði jafntefli við Ítalíu á Akademíuleikvanginum í Manchester.

Hann var svo mættur til Rotherham og sá liðið gera jafntefli við Frakkland.

Þetta hefur líklega verið ágætis ferðalag fyrir Gylfa að mæta á þessa leiki. Það hefur verið fjallað um það að Gylfi sé fluttur til London en það tekur um þrjár klukkustundir að keyra frá ensku höfuðborginni og yfir til Rotherham þar sem leikurinn gegn Frakklandi var og tæpar fjórar klukkustundir að fara yfir til Manchester frá London þar sem leikurinn gegn Ítalíu var.

Þetta er í annað sinn sem Gylfi sést opinberlega eftir að hann var handtekinn í fyrra grunaður um kynferðisbrot gegn ólögráða einstaklingi.

Það hefur verið í gangi rannsókn á málinu síðan og hefur Gylfi þurft að sæta farbanni á meðan. Hann hefur ekki mátt yfirgefa England í eitt ár núna og hefur verið laus gegn tryggingu. Það var síðast sagt frá því að hann yrði laus gegn tryggingu til 16. júlí á meðan málið væri rannsakað en síðan þá hefur ekkert verið gefið út um framhaldið.

Vefmiðillinn 433.is sagði frá því á dögunum að lögreglan í Manchester vissi ekki hver næstu skref væri í málinu, það væri verið að skoða það.

Hafliði Breiðfjörð, framkvæmdastjóri Fótbolta.net, var með myndavélina á leiknum og náði nokkrum myndum af Gylfa í stúkunni. Þær myndir fylgja þessari frétt.

Leikurinn endaði 1-1 og er Ísland því miður úr leik á mótinu þrátt fyrir að hafa ekki tapað leik. Þótt markmiðið hafi ekki nást þá getur liðið verið stolt af sinni frammistöðu.
Athugasemdir
banner
banner
banner