
Breiðablik vann öflugan 1-0 sigur gegn Stjörnunni í Pepsi-deild kvenna í kvöld og fór langleiðina með að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn.
Hallbera Guðný Gísladóttir átti flottan leik fyrir Blika í kvöld og var að vonum ánægð með sigurinn, sem gefur Breiðabliki sjö stiga forskot á toppi deildarinnar.
Hallbera Guðný Gísladóttir átti flottan leik fyrir Blika í kvöld og var að vonum ánægð með sigurinn, sem gefur Breiðabliki sjö stiga forskot á toppi deildarinnar.
Lestu um leikinn: Stjarnan 0 - 1 Breiðablik
„Mér fannst við stjórna fyrri hálfleiknum frá A til Ö, í seinni hálfleiknum þurftu þær að sækja mark en við náðum að standast það. Mér fannst þær ekki fá nein rosaleg færi, þannig ég myndi segja að þetta væri sanngjarnt. Það er ekki hægt að skora hjá okkur," sagði Hallbera við Fótbolta.net.
Viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir