Mainoo, Konate og Mac Allister eftirsóttir - Tonali með heimþrá - Semenyo til Liverpool?
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   lau 21. september 2019 17:15
Daníel Smári Magnússon
Sveinn Þór: Það er bara Inkasso að ári!
Magni heldur sæti sínu í næstefstu deild
Sveinn Þór hafði trú frá upphafi.
Sveinn Þór hafði trú frá upphafi.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
„Gríðarlega stoltur af strákunum. Ég vil bara meina það að við unnum klárlega fyrir þessari áframhaldandi veru í Inkasso deildinni. Við erum búnir að leggja mikið á okkur í öllu sem við höfum verið að gera. Leikmenn eiga hrós skilið, stjórnin á hrós skilið, bara allir - aðdáendur og annað. Þannig að það er bara Inkasso að ári,'' sagði kátur Sveinn Þór Steingrímsson, þjálfari Magna eftir 0-0 jafntefli gegn Þór í lokaleik Inkasso deildar karla.

Með jafnteflinu tryggði Magni sér áframhaldandi veru í Inkasso deildinni og lauk keppni í 9. sæti.

Lestu um leikinn: Þór 0 -  0 Magni

„Við undirbjuggum okkur mjög vel og vissum að við værum að fara inn í gríðarlega erfiðan leik. Spennustigið var bara mjög gott og mér leið bara mjög vel alla vikuna,'' sagði Sveinn.

Sveinn Þór tók við liðinu á erfiðum tímapunkti, eftir 4-1 tap gegn Fram og allt útlit fyrir að 2. deild biði Magnamanna að ári. Hann nældi í 13 stig af 21 mögulegu og það dugði til. Fannst honum leikmenn taka strax við sínum hugmyndum og aðferðum?

„Já. Ég hafði bullandi trú á verkefninu og ég fann bara strax þegar ég fór að tala við leikmenn að þeir höfðu líka bullandi trú. Og eins og ég segi, hér erum við í dag, áfram í Inkasso!''

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.

Athugasemdir
banner
banner