Al Hilal undirbýr stórt tilboð í Fernandes - Bayern vill Mitoma - Delap og Doak til Everton?
Halli Hróðmars: Þetta var rautt spjald
Siggi Höskulds: Galið að þessi leikur vinnist með einu marki
Ekki sáttur með byrjunina á tímabilinu - „Köstum þessu frá okkur“
Skoraði sitt fyrsta mark í Bestu - „Ekkert eðlilega gott"
Endurstilltu sig í hálfleik - „Ekki við hæfi barna“
Sölvi dásamar Stíg Diljan: Hann er með allan pakkann
Jón Þór ósáttur við dómarana - „Menn eru full litlir í sér"
Haddi: Ég hef fengið frábær svör
Magnús Már: Hallgrímur Mar drepur þetta
Hallgrímur Mar: Þetta er á réttri leið
Túfa: Aðalmarkmiðið var að halda markinu hreinu
Láki: Okkar slakasti leikur í sumar
Alli Jói: Hann gefur okkur ekki eðlilega mikið
Elfar Árni: Skemmtilegra að vinna á dramatískan hátt
Jóhannes Karl: Er orðinn svo þreyttur á þessari spurningu
Jóhann Kristinn: Eigum 'Hell week' framundan
Guðni Eiríks: Maður vill að FH liðið standi fyrir eitthvað
Óskar Hrafn: Við stjórnum leiknum frá upphafi til enda
Gunnar Heiðar: Ekki margir í þessari deild sem geta gert þetta
Hemmi: Skiptir mestu máli hvað þú gerir inni í vítateigunum
   lau 21. september 2019 17:15
Daníel Smári Magnússon
Sveinn Þór: Það er bara Inkasso að ári!
Magni heldur sæti sínu í næstefstu deild
Sveinn Þór hafði trú frá upphafi.
Sveinn Þór hafði trú frá upphafi.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
„Gríðarlega stoltur af strákunum. Ég vil bara meina það að við unnum klárlega fyrir þessari áframhaldandi veru í Inkasso deildinni. Við erum búnir að leggja mikið á okkur í öllu sem við höfum verið að gera. Leikmenn eiga hrós skilið, stjórnin á hrós skilið, bara allir - aðdáendur og annað. Þannig að það er bara Inkasso að ári,'' sagði kátur Sveinn Þór Steingrímsson, þjálfari Magna eftir 0-0 jafntefli gegn Þór í lokaleik Inkasso deildar karla.

Með jafnteflinu tryggði Magni sér áframhaldandi veru í Inkasso deildinni og lauk keppni í 9. sæti.

Lestu um leikinn: Þór 0 -  0 Magni

„Við undirbjuggum okkur mjög vel og vissum að við værum að fara inn í gríðarlega erfiðan leik. Spennustigið var bara mjög gott og mér leið bara mjög vel alla vikuna,'' sagði Sveinn.

Sveinn Þór tók við liðinu á erfiðum tímapunkti, eftir 4-1 tap gegn Fram og allt útlit fyrir að 2. deild biði Magnamanna að ári. Hann nældi í 13 stig af 21 mögulegu og það dugði til. Fannst honum leikmenn taka strax við sínum hugmyndum og aðferðum?

„Já. Ég hafði bullandi trú á verkefninu og ég fann bara strax þegar ég fór að tala við leikmenn að þeir höfðu líka bullandi trú. Og eins og ég segi, hér erum við í dag, áfram í Inkasso!''

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.

Athugasemdir