Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   mið 21. september 2022 19:02
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Meistaradeild kvenna: Valskonur fara með svekkjandi tap á bakinu til Tékklands
Úr leiknum í kvöld.
Úr leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Valur 0 - 1 Slavia Prag
0-1 Tereza Kozarova ('26)

Valur fékk Slavia Prag í heimsókn á Origo Völlinn í dag í undankeppni Meistaradeildarinnar. Sigurvegarinn úr einvíginu fer í riðlakeppnina.


Lestu um leikinn: Valur 0 -  1 Slavia Prag

Fyrri hálfleikurinn var erfiður fyrir Valskonur en liðið missti Mist Edvardsdóttir af velli eftir 20 mínútur vegna meisðla en Lilly Rut Hlynsdóttir kom inná í hennar stað í fyrsta leik sínum í sumar.

Slavia Prag var betri aðilinn í fyrri hálfleik en Sandra í marki Vals var stórkostleg. Hún kom hins vegar engum vörnum við á 26. mínútu þegar Slavia komst yfir. 1-0 var staðan í hálfleik.

Valur kom mun sterkari inn í síðari hálfleikinn. Eftir klukkutíma leik komst Cyera í dauðafæri en markvörður Slavia varði frá henni. Valskonur sóttu án afláts undir lok leiksins en Tékkarnir náðu m.a. að verja á marklínu í uppbótartíma.

Valskonum tókst ekki að jafna og því eins marks tap. Þær þurfa því að næla sér tveggja marka sigur í síðari leiknum sem fram fer í Tékklandi að viku liðinni.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner