Arsenal og Man Utd berjast um Sane - Zubimendi til Arsenal? - Murillo orðaður við risa félög - Liverpool vill fá Pepi
   lau 21. september 2024 18:06
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Einkunnir í bikarúrslitum: Sigurvarsla og mikill munur á miðvörðum
Hans Viktor og Ívar Örn fagna markinu.
Hans Viktor og Ívar Örn fagna markinu.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Daníel Hafsteinsson í baráttu við Jón Guðna Fjóluson.
Daníel Hafsteinsson í baráttu við Jón Guðna Fjóluson.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Þegar boltinn var inni.
Þegar boltinn var inni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jakob Snær fékk gult spjald en var flottur í leiknum.
Jakob Snær fékk gult spjald en var flottur í leiknum.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Viðar Örn fagnar markinu.
Viðar Örn fagnar markinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úr leiknum á Laugardalsvelli.
Úr leiknum á Laugardalsvelli.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
KA er bikarmeistari eftir sigur gegn Víkingi í dag!

Hér fyrir neðan má sjá einkunnagjöf Fótbolta.net frá Laugardalsvellinum.

KA
Steinþór Már Auðunsson - 9
Á sigurvörslu á 94. mínútu leiksins þegar hann kemur út úr markinu til að verja einn á einn gegn Helga Guðjóns. Fyrir utan það reyndi lítið á hann en það eru svona vörslur sem vinna titla. Hélt hreinu á Laugardalsvelli gegn Víkingum, ekki allir sem geta sagt það. En þessi varsla í lok leiks, maður minn lifandi.

Hrannar Björn Steingrímsson - 7
Hrannar gerði vel í dag. Stóð fyrir sínu og var lúsiðinn varnarlega sem sóknarlega. Bara flottur dagur á skrifstofunni hjá Hrannari.

Ívar Örn Árnason (f) - 9
Gjörsamlega stórkostlegur í dag ásamt Hans Viktori og Rodri í vörninni. Skorar sigurmarkið og átti nánast fullkominn leik.

Hans Viktor Guðmundsson - 9
Gerði sitt og gerði það gífurlega vel. Las leikinn frábærlega oft á tíðum og vann flest öll návígi sem hann fór í. Fer í tæklingu Með betri kaupum tímabilsins og hefur verið með betri mönnum KA í sumar.

Darko Bulatovic - 7
Darko var flottur í dag og á hrós skilið fyrir sitt framlag í gulu treyjunni.

Rodrigo Gomes Mateo - 8
Stóð svo sannarlega fyrir sínu í vörninni í dag. Hetjuleg frammistaða hjá Rodri sem tengdi gífurlega vel við samherja sína í vörninni.

Jakob Snær Árnason - 7
Mjög áræðinn í dag. Var lúsiðinn og lét Karl Friðleif hafa fyrir því þegar KA-menn sóttu. Fór vissulega niður í teignum og fékk spjald fyrir dýfu. Var heppinn að fá ekki rautt þar sem hann braut eftir að hafa fengið gult spjald.

Daníel Hafsteinsson - 8
Var með betri mönnum vallarins í dag. Gæðin láku af honum þegar hann fékk boltann. Hann er ótrúlega mikilvægur í þetta KA-lið, hann og Hallgrímur Mar lesa leikinn frábærlega og tengja gífurlega vel saman með Viðar Örn upp á topp.

Bjarni Aðalsteinsson - 7
Eins og allt KA-liðið var Bjarni mjög flottur. Skilaði góðu framlagi á miðsvæðinu. Fær mjög góða sjöu. Hefði alveg getað fengið hærri einkunn samt, mjög góður dagur á skrifstofunni hjá Bjarna.

Hallgrímur Mar Steingrímsson - 7
Gæðamesti leikmaður KA-liðsins og Víkingar voru í stökustu vandræðum með hann í dag.

Viðar Örn Kjartansson - 7
Var mjög líflegur til að byrja með. Klúðrar dauðafæri og fær fín færi í byrjun leiks sem hann nýtur ekki. Í seinni hálfleik sást lítið til hans en hann skilaði sínu í dag og getur gengið frekar sáttur frá borði.

Varamenn:
Kári Gautason - 6
Harley Willard - 7
Ásgeir Sigurgeirsson - 6
Dagur Ingi Valsson - 7

Víkingur R.
Ingvar Jónsson - 5
Hefði getað verið ákveðnari í fyrra markinu og náði ekki til boltans í seinna markinu.

Karl Friðleifur Gunnarsson - 4
Lenti í smá brasi á köflum varnarlega og ekki mikið að frétta sóknarlega.

Gunnar Vatnhamar - 4
Leit ekki vel út í markinu sem KA skoraði en hann missir af boltanum. Ekki mikið flæði í því sem hann var að gera.

Oliver Ekroth - 3
Var heppinn að Viðar Örn skoraði ekki áður en mark KA kom. Náði ekki að bjarga markinu sem KA skoraði en boltinn fór af honum og inn. Klaufi oft á tíðum og leit mjög illa út í öðru markinu.

Jón Guðni Fjóluson - 3
Leit illa út í markinu sem KA skoraði og var ekki öruggur í varnarlínu Víkinga.

Viktor Örlygur Andrason - 5
Allt í lagi frammistaða áður en honum var kippt af velli eftir klukkutíma.

Gísli Gottskálk Þórðarson - 4
Hefur verið flottur að undanförnu en fann sig ekki alveg í dag. Var mikið að reyna en gekk ekki.

Erlingur Agnarsson - 3
Er að koma úr meiðslum og sást ekkert. Maður spurði sig eftir á hvort hann hefði verið inn á vellinum.

Valdimar Þór Ingimundarson - 5
Var mjög líflegur framan af en það fjaraði undan leik hans í seinni hálfleik.

Ari Sigurpálsson - 5
Sýndi flotta takta á köflum og var sprækur áður en hann var tekinn út af. Náði samt ekki að ógna markinu nægilega mikið.

Aron Elís Þrándarson - 4
Kom ekki mikið frá honum í þessum leik. Var að spila sem fremsti maður Víkings.

Varamenn:
Danijel Dejan Djuric - 4
Helgi Guðjónsson - 4
Tarik Ibrahimagic - 5
Davíð Örn Atlason - 4
Matthías Vilhjálmsson - 5
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner