Slúðurpakki dagsins - Það helsta í slúðrinu
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
   lau 21. september 2024 22:47
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Laugardalsvelli
Þúsund sinnum merkilegra fyrir KA - „Svo tekur frændi bara Roland Eradze á 93."
Hrannar í leiknum í dag.
Hrannar í leiknum í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Bræðurnir Hallgrímur og Hrannar.
Bræðurnir Hallgrímur og Hrannar.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
'Sástu þetta? Og sérðu þetta?'
'Sástu þetta? Og sérðu þetta?'
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Úff maður, þú vilt örugglega ekki vita hvað ég var að hugsa síðustu fjórar mínúturnar í uppbótartíma. Ég þakka guði fyrir að þú sért að taka viðtal við mig núna en ekki strax eftir leik, því ég stóð varla í lappirnar, ég titraði frá toppi til táar," sagði eðlilega kátur Hrannar Björn Steingrímsson, leikmaður KA, við Fótbolta.net eftir að hann varð bikarmeistari með liðinu.

Lestu um leikinn: KA 2 -  0 Víkingur R.

„Ég er ekki að grínast, það er svona þúsund sinnum merkilegra fyrir okkur að vinna þennan bikar heldur en Víkinga, með fullri virðingu, í fimmta skiptið. Sem er kannski bara eðlilegt. Þú sérð tilfinningarnar, ég get ekki lýst þessu."

„Það fannst mér, ég var náttúrulega hægra megin í fyrri hálfleik, en ég heyrði aldrei í Víkingunum nema á litlum kafla í seinni hálfleiknum þegar ég er ofan í þeim. Annars heyrði ég bara í þeim hérna (á bakvið mig). Sástu þetta? Og sérðu þetta? Stuðningsmenn okkar sturlaðir í dag, frá upphafi til enda. Ég held án gríns að við höfum bara viljað þetta meira."

„Mér fannst við gera þetta vel. Í fyrra, fannst mér á köflum, við vera að tapa boltanum of fljótt. Í dag fannst mér við þora. Auðvitað kom kannski 5-10 mínútna kafli í fyrri hálfleik þar sem Víkingarnir voru með okkur svolítið neðarlega. Við vissum að við þurftum að þrauka það. Þeir klúðra held ég einu dauðafæri í leiknum. Mér fannst þetta bara frábær leikur."

„KA hafði aldrei orðið bikarmeistari, sem er ólíkindum, farið milljón sinnum í úrslitaleik. Ég var að segja við Skúla, Hjörvar og fleiri stjórnarmenn... þetta er ellefta tímabilið mitt hérna og ég held ég hefði ekki trúað því að ég væri að fara vinna titilinn með KA. En við náðum því í dag."


„Guð minn góður, frændi"
Steinþór Már Auðunsson - Stubbur - í marki KA varði virkilega vel í uppbótartíma þegar hann kom út í teiginn og lokaði á Helga Guðjónsson sem var kominn í góða stöðu.

„Já, guð minn góður, frændi. Mamma mín og pabbi hans eru systkini. Ég og Grímsi vorum staðráðnir í því að við myndum hlaupa strax til hans eftir leik. Hann var mjög öruggur, greip inn í það sem hann átti að grípa inn í. Svo bara tekur hann Roland Eradze á 93. mínútu. Svo hirðir hann fyrirgjöf stuttu seinna eins og kóngurinn sem hann er," sagði Hrannar. Roland Eradze er fyrrum landsliðsmarkvörður Íslands í handbolta.

Viðtalið við Hrannar er talsvert lengra og má sjá það í heild sinni í spilaranum efst.
Athugasemdir
banner