PSG og Man Utd gætu gert skiptidíl - Engar viðræður um Salah - Konate má fara fyrir 15 milljónir punda
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
   lau 21. september 2024 22:47
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Laugardalsvelli
Þúsund sinnum merkilegra fyrir KA - „Svo tekur frændi bara Roland Eradze á 93."
Hrannar í leiknum í dag.
Hrannar í leiknum í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Bræðurnir Hallgrímur og Hrannar.
Bræðurnir Hallgrímur og Hrannar.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
'Sástu þetta? Og sérðu þetta?'
'Sástu þetta? Og sérðu þetta?'
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Úff maður, þú vilt örugglega ekki vita hvað ég var að hugsa síðustu fjórar mínúturnar í uppbótartíma. Ég þakka guði fyrir að þú sért að taka viðtal við mig núna en ekki strax eftir leik, því ég stóð varla í lappirnar, ég titraði frá toppi til táar," sagði eðlilega kátur Hrannar Björn Steingrímsson, leikmaður KA, við Fótbolta.net eftir að hann varð bikarmeistari með liðinu.

Lestu um leikinn: KA 2 -  0 Víkingur R.

„Ég er ekki að grínast, það er svona þúsund sinnum merkilegra fyrir okkur að vinna þennan bikar heldur en Víkinga, með fullri virðingu, í fimmta skiptið. Sem er kannski bara eðlilegt. Þú sérð tilfinningarnar, ég get ekki lýst þessu."

„Það fannst mér, ég var náttúrulega hægra megin í fyrri hálfleik, en ég heyrði aldrei í Víkingunum nema á litlum kafla í seinni hálfleiknum þegar ég er ofan í þeim. Annars heyrði ég bara í þeim hérna (á bakvið mig). Sástu þetta? Og sérðu þetta? Stuðningsmenn okkar sturlaðir í dag, frá upphafi til enda. Ég held án gríns að við höfum bara viljað þetta meira."

„Mér fannst við gera þetta vel. Í fyrra, fannst mér á köflum, við vera að tapa boltanum of fljótt. Í dag fannst mér við þora. Auðvitað kom kannski 5-10 mínútna kafli í fyrri hálfleik þar sem Víkingarnir voru með okkur svolítið neðarlega. Við vissum að við þurftum að þrauka það. Þeir klúðra held ég einu dauðafæri í leiknum. Mér fannst þetta bara frábær leikur."

„KA hafði aldrei orðið bikarmeistari, sem er ólíkindum, farið milljón sinnum í úrslitaleik. Ég var að segja við Skúla, Hjörvar og fleiri stjórnarmenn... þetta er ellefta tímabilið mitt hérna og ég held ég hefði ekki trúað því að ég væri að fara vinna titilinn með KA. En við náðum því í dag."


„Guð minn góður, frændi"
Steinþór Már Auðunsson - Stubbur - í marki KA varði virkilega vel í uppbótartíma þegar hann kom út í teiginn og lokaði á Helga Guðjónsson sem var kominn í góða stöðu.

„Já, guð minn góður, frændi. Mamma mín og pabbi hans eru systkini. Ég og Grímsi vorum staðráðnir í því að við myndum hlaupa strax til hans eftir leik. Hann var mjög öruggur, greip inn í það sem hann átti að grípa inn í. Svo bara tekur hann Roland Eradze á 93. mínútu. Svo hirðir hann fyrirgjöf stuttu seinna eins og kóngurinn sem hann er," sagði Hrannar. Roland Eradze er fyrrum landsliðsmarkvörður Íslands í handbolta.

Viðtalið við Hrannar er talsvert lengra og má sjá það í heild sinni í spilaranum efst.
Athugasemdir
banner
banner
banner