Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 21. október 2019 14:11
Magnús Már Einarsson
3,5 sinnum líklegra að fótboltamenn verði fyrir heilabilun
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
3,5 sinnum líklegra er að fyrrum fótboltamenn verði fyrir heilabilunum en annað fólk á sama aldri. Þetta kemur fram í rannsókn í Háskólanum í Glasgow en þar var rannsakað hversu miklar afleiðingar það hefur að skalla fótbolta.

Ráðist var í rannsóknina eftir andlát Jeff Astle, fyrrum framherja WBA.

7676 leikmenn sem spiluðu í Skotlandi á árunum 1900 til 1976 voru bornir saman við 23 þúsund aðila sem spiluðu ekki fótbolta og í ljós kom að fótboltamennrnir voru mun líklegri til að glíma við heilabilun á efri árum.

Á árum áður voru fótboltar ekki jafn þróaðir og í dag og boltarnir urðu talsvert þyngri, til dæmis í bleytu.

Þrátt fyrir að vera veikari fyrir heilabilunum þá voru fótboltamennirnir í rannsóknunum ólíklegri til að láta lífið af öðrum orsökum, til dæmis hjartasjúkdómum eða ákveðnum tegundum af krabbameini.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner