Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
banner
   mán 21. október 2019 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England í dag - Arsenal heimsækir nýliða
Lokaleikur níundu umferðar ensku úrvalsdeildarinnar fer fram í kvöld þegar Sheffield United og Arsenal eigast við.

Arsenal hefur verið að spila ágætlega hingað til og er í fimmta sæti með 15 stig. Arsenal hefur ekki tapað í síðustu fimm deildarleikjum sínum, eða síðan liðið tapaði gegn Liverpool, 3-1.

Nýliðar Sheffield United eru með níu stig í 15. sæti deildarinnar.

Leikurinn í kvöld hefst klukkan 19:00 og er á Bramall Lane, heimavelli Sheffield United.

mánudagur 21. október
19:00 Sheffield Utd - Arsenal (Síminn Sport)
Athugasemdir
banner
banner