Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 21. október 2019 19:12
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Evra staðfestir viðræður við Manchester United
Evra ásamt Ed Woodward.
Evra ásamt Ed Woodward.
Mynd: Getty Images
Patrice Evra, fyrrum leikmaður Manchester United, staðfest í Monday Night Football á Sky Sports í kvöld að hann væri í viðræðum við Manchester United um að taka að sér stöðu innan félagsins.

Evra segist ekki vita á þessum tímapunkti hver staðan yrði en staðfesti að viðræður hefðu átt sér stað. Evra lagði skóna á hilluna fyrr á árinu og er að taka þjálfaranámskeið þessa daganna til að öðlast réttinda í þeim geira.

„Ég hef átt í mikilvægum samræðum á bakvið tjöldin. Það mun koma í ljós hvort ég verði í föstu hlutverki eða ekki," sagði Evra.

„Við vitum ekki ennþá hver staðan yrði. Vandamálið er að ég er tilbúinn til að gera allt en það er ekki hægt."

„Mig langar að vinna fyrir félagið en ekki bara vera á svæðinu. Mig langar að félagið verði aftur eitt af þeim bestu í heimi. Sem leikmaður fórnaði ég lífi mínu til að ná árangri hjá félaginu."

Athugasemdir
banner
banner