Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 21. október 2019 20:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Markverðirnir tíu sem berjast um nýju verðlaunin: Þrjú pör á lista
Alisson var valinn besti markvörðurinn á FIFA hátíðinni í september.
Alisson var valinn besti markvörðurinn á FIFA hátíðinni í september.
Mynd: Getty Images
Allison, Jan Oblak og Ederson eru á meðal þeira sem berjast um hver verður valinn besti markvörður í heimi.

France Football birti í kvöld lista yfir þá tíu leikmenn sem berjast um titilinn en verðlaunin eru ný á nálinni og eru skipulögð af þeim sömu og standa fyrir Ballon d'Or. Verðlaunin verða veitt 2. desember.

Tilkynnt var í síðasta mánuði um að þessi verðlaun yrðu veitt og eru þau nefnd í höfuðið á Lev Yashin sem varði mark Sovétríkjanna á sjötta og sjöunda áratugnum. Hann er eini markvörðurinn sem hefur unnið Ballon d'Or en hann fékk nafnbótina sá besti í heimi árið 1963.

Athygli vekur að þrjú landsliðsmarkvarðapör eru á listanum en marvarðapar Þýskalands, Brasilíu og Slóveníu er á listanum.

Markverðirnir 10 sem koma til greina:
Alisson | Liverpool | Brasilía
Maneul Neuer | Bayern Munchen | Þýskaland
Ederson | Manchester City | Brasilía
Andre Onana | Ajax | Kamerún
Wojciech Szczesny | Juventus | Pólland
Jan Oblak | Atletico Madrid | Slóvenía
Kepa Arrizabalaga | Chelsea | Spánn
Samir Handanovic | Inter | Slóvenía
Hugo Lloris | Tottenham | Frakkland
Marc-Andre ter Stegen | Barcelona | Þýskaland
Athugasemdir
banner
banner