
Ensku slúðurblöðin halda áfram að grafa upp kjaftasögur fyrir janúar gluggann.
Per Mertesacker, fyrum varnarmaður Arsenal, segir að einbeiting Mesut Özil sé ekki á fótboltanum. Özil er ekki í 25 manna hópi Arsenal í ensku úrvalsdeildinni. (Mail)
Rio Ferdinand, varnarmaður Manchester United, telur að Ole Gunnar Solskjær sé pirraður á því að hafa ekki fengið helstu skotmörk sín í félagaskiptaglugganum í sumar. (Express)
Liverpool gæti reynt að fá Ben White (23) varnarmann Brighton eða Ozan Kabak (20) varnarmann Schalke eftir meiðsli Virgil van Dijk. (TV 2)
Tottenham er að gera nýjan langtíma samning við Son Heung-Min (28). (The Athletic)
Tottenham er að íhuga að láta miðjumanninn Gedson Fernandes (21) fara aftur til Benfica í janúar. Portúgalinn kom á láni í byrjun árs en lánssamingurinn átti að gilda í eitt og hálft ár. (Bola)
Scott Duxbury, framkvæmdastjóri Watford, segir að Ismaila Sarr (22) og Troy Deeney (32) séu staðráðnir í að hjálpa liðinu aftur upp í ensku úrvalsdeildina. (London Standard)
Stjórar í ensku úrvalsdeildinni eru með lengsta starfsaldurinn af öllum stjórum í topp fimm deildunum í Evrópu. (Mirror)
Portúgalski hægri bakvörðurinn Ricardo Pereira (27) vonast til að snúa aftur í lið Leicester eftir sex vikur í kjölfarið á aðgerð á hné. (O Jogo)
Antoine Griezmann (29) er tilbúinn að taka á sig launalækkun hjá Barcelona. (Marca)
Athugasemdir