Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
   mið 21. október 2020 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
'Yorkshire Pirlo' missir líklega af leiknum gegn Íslandi
Miðjumaðurinn Kalvin Phillips, sem leikur með Leeds United, verður frá í allt að sex vikur vegna meiðsla.

Hann varð fyrir axlarmeiðslum í 1-0 tapinu gegn Úlfunum á mánudagskvöld.

Hann þarf ekki að fara í aðgerð en verður samt sem áður frá í dágóðan tíma.

Hinn 24 ára gamli Phillips er gríðarlega mikilvægur fyrir Leeds þar sem hann spilar sem djúpur á miðjunni í leikkerfi Marcelo Pielsa. Hann hefur verið kallaður "Yorkshire Pirlo" út af því hvernig hann hefur spilað undir stjórn Bielsa.

Phillips er búinn að vinna sér sæti í enska landsliðshópnum en hann verður að öllum líkindum ekki með gegn Íslandi í Þjóðadeildinni í næsta mánuði.
Athugasemdir
banner