Mainoo til Napoli? - Höjlund snýr ekki til baka í janúar - Þrír miðjumenn orðaðir við United - Spurs tilbúið að borga 70 milljónir punda
   þri 21. október 2025 16:00
Elvar Geir Magnússon
Gummi Kristjáns og Tobias í banni í úrslitaleiknum um Evrópusætið
Guðmundur Kristjánsson.
Guðmundur Kristjánsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alexander Helgi.
Alexander Helgi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lokaumferðin í Bestu deildinni verður spiluð um komandi helgi. Aganefndin fundaði í dag og ljóst er hverjir verða í banni í lokaumferðinni.

Á sunnudaginn verður úrslitaleikur Stjörnunnar og Breiðabliks um Evrópusæti. Breiðablik verður að vinna með tveggja marka mun eða meira til að ná sætinu af Stjörnunni.

Stjarnan verður án lykilmanns í vörn sinni því Guðmundur Kristjánsson tekur út leikbann. Hjá Breiðabliki verður danski sóknarmaðurinn Tobias Thomsen í banni.

Úrslitin í fallbaráttunni ráðast á laugardag en það verður svakalegur leikur á Ísafirði þar sem Vestri tekur á móti KR. Alexander Helgi Sigurðarson, leikmaður KR, verður í banni í þeim leik.

Birgir Baldvinsson (KA), Tryggvi Hrafn Haraldsson (Val), Marcel Zapytowski (ÍBV) og Þorlákur Árnason (þjálfari ÍBV) verða einnig í banni í lokaumferðinni.

laugardagur 25. október

Besta-deild karla - Efri hluti
14:00 FH-Fram (Kaplakrikavöllur)
16:15 Víkingur R.-Valur (Víkingsvöllur)

Besta-deild karla - Neðri hluti
12:00 ÍBV-KA (Hásteinsvöllur)
14:00 Vestri-KR (Kerecisvöllurinn)
14:00 ÍA-Afturelding (ELKEM völlurinn)

sunnudagur 26. október

Besta-deild karla - Efri hluti
14:00 Stjarnan-Breiðablik (Samsungvöllurinn)
Besta-deild karla - Efri hluti
Lið L U J T Mörk mun Stig
Besta-deild karla - Neðri hluti
Lið L U J T Mörk mun Stig
Athugasemdir
banner