Hjulmand helsta skotmark Man Utd - Fulham vill halda Marco Silva - Spænsku risarnir fylgjast með Guehi
banner
   þri 21. október 2025 14:33
Kári Snorrason
Nýliðarnir fimm á æfingu í Norður Írlandi
Eimskip
Ólafur Kristjánsson er nýráðinn aðstoðarþjálfari kvennalandsliðsins.
Ólafur Kristjánsson er nýráðinn aðstoðarþjálfari kvennalandsliðsins.
Mynd: KSÍ

Íslenska kvennalandsliðið er mætt til æfinga á Norður Írlandi fyrir fyrri leik Íslands gegn Norður Írum í umspili Þjóðadeildarinnar á föstudag. Ef Ísland sigrar einvígið gegn Norður Írum heldur liðið sæti sínu í A-deild Þjóðadeildarinnar en ef illa fer fellur liðið í B-deild. 

Fimm nýliðar eru í landsliðshóp Íslands í verkefninu. Þorsteinn Halldórsson er kominn með tvo nýja aðstoðarmenn í þeim Ólafi Kristjánssyni sem gegnir starfi aðstoðarþjálfara og Amir Mehica, markvarðarþjálfara.

Þeir taka við af Ásmundi Haraldssyni sem hafði verið aðstoðarþjálfari, og Ólafi Péturssyni markvarðarþjálfara.


Þá eru þrír leikmenn jafnframt nýliðar í liðinu en það eru þær Vigdís Lilja Kristjánsdóttirir, María Catharina Ólafsdóttir og Thelma Karen Pálmadóttir.

Þær komu inn í landsliðshópinn fyrir Natöshu Moraa Anasi, Guðnýju Árnadóttur, Dagnýju Brynjarsdóttur, Berglindi Rós Ágústsdóttur og Áslaugu Mundu Gunnlaugsdóttur. En þær Natasha, Áslaug og Guðný eru allar frá vegna meiðsla og svo er Dagný Brynjarsdóttir ólétt og var því ekki valin.

Landsliðsþjálfarinn Þorsteinn Halldórsson fór fögrum orðum um nýliðana í viðtali í síðustu viku.

„Ég er ánægður með það sem ég hef séð til þeirra undanfarið. Þær eru að spila á jákvæðu nótunum og hafa verið að standa sig vel allar. Þær hafa allar verið að sýna miklar framfarir og framþróun á sínum leik. Þær hafa verið að taka fín skref í sinni spilamennsku,“ sagði landsliðsþjálfarinn. 


Athugasemdir