Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 21. nóvember 2019 11:41
Elvar Geir Magnússon
Moise Kean: Ég gerði mistök
Moise Kean, sóknarmaður Everton.
Moise Kean, sóknarmaður Everton.
Mynd: Getty Images
Moise Kean, framherji Everton, viðurkennir að hann hafi gert mistök og að hann ætli að halda áfram að berjast fyrir sæti sínu í enska liðinu.

Ítalinn ungi hefur verið orðaður við endurkomu í ítalska boltann eftir erfiða byrjun í enska boltanum.

Hann fór í agabann þar sem hann mætti of seint á liðsfund en það var í annað sinn sem hann var að mæta of seint á viðburð. Hann hefur einnig verið að mæta of seint hjá ítalska landsliðinu.

Hann svaraði með því að skora tvö mörk fyrir Ítalíu gegn Armeníu og nú ætlar hann að svara á vellinum fyrir Everton.

„Ég gerði mistök. Nú þarf ég að skrúfa höfuðið á og leggja hart að mér," segir Kean sem segist bjartsýnn á að geta aðlagast enska lífstílnum bráðlega.

„Enska úrvalsdeildin er mjög ólík ítölsku deildinni. Ég þarf tíma til að aðlagast og ná markmiði mínu sem er að komast í byrjunarlið Everton og vinna svo út frá því."

Kean segist ekki vera að hugsa um að snúa aftur til Ítalíu.

„Ég er ekki að hugsa um félagaskipti, það eru aðrir að pæla í því. Ég vil bara æfa og spila," segir Kean.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner