Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 21. nóvember 2020 10:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kasakstan: Rúnar spilaði 70 mínútur í tapi hjá Astana
Rúnar í leik með Íslandi gegn Belgíu.
Rúnar í leik með Íslandi gegn Belgíu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsmaðurinn Rúnar Már Sigurjónsson var í byrjunarliði Astana þegar liðið tapaði á útivelli gegn Shakhtar Karagandy í úrvalsdeildinni í Kasakstan.

Karagandy leiddi 2-0 eftir fyrri hálfleikinn og varð staðan 3-0 eftir 70 mínútur. Heimamenn misstu mann af velli á 87. mínútu og Astana nýtti sér liðsmuninn til að minnka muninn í uppbótartímanum.

Rúnar Már var tekinn af velli þegar tæpar 70 mínútur voru liðnar af leiknum, eftir að Astana lenti 3-0 undir.

Astana er í þriðja sæti deildarinnar með 27 stig eftir 17 leiki. Liðið er 18 stigum frá toppnum, en á tvo leiki til góða á toppliðið.
Athugasemdir
banner
banner
banner