Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 21. nóvember 2020 07:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Smalling pirraður út í Manchester United
Mynd: Getty Images
Chris Smalling gagnrýnir sitt fyrrum félag, Manchester United, þegar hann gerir upp félagaskipti sín til Roma.

Þessi þrítugi miðvörður var að láni hjá Roma á síðasta tímabili en erfiðlega gekk fyrir Roma að fá Manchester United til að selja miðvörðinn nú í haust. Smalling var hjá United í áratug en skildi við félagið með óbragð í munni.

„Ég var pirraður. Fyrir það fyrsta hefði ég viljað vita fyrr að ég væri ekki í plönunum og í öðru lagi fékk ég ekki að fara fyrr en einn dagur var eftir af glugganum," sagði Smalling við Telegraph.

„Ég vissi að dagar mínir voru taldir undir stjórn Ole Gunnar Solskjær. Enski glugginn var lokaður og ég var í skítastöðu. Ég varð að ákveða og Solskjær sagði: 'ég veit ekki hvenær þú spilar næst'. Það hefði verið betra að vita stöðuna fyrr um sumarið en svo fékk ég einn dag til að ákveða mig."

„Konan mín var nýbúin að fæða og ég það var margt að gerast á lokamínútunum. Það voru tímapunktar rétt á undan þar sem ég hélt að ég myndi ekki fá að fara. Nokkrum sinnum leit þetta út fyrir að vera gengið í gegn en svo var það af borðinu,"
sagði Smalling.
Athugasemdir
banner
banner