Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   sun 21. nóvember 2021 20:26
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Segir Rangnick vera hinn fullkomna kost
Ralf Rangnick.
Ralf Rangnick.
Mynd: Getty Images
Manchester United tilkynnti það í morgun að félagið muni ráða þjálfara til að taka við liðinu út tímabilið eftir að Ole Gunnar Solskjær steig frá borði.

Michael Carrick tekur tímabundið við liðinu á meðan United leitar að bráðabirgðastjóra en sá mun stýra liðinu út tímabilið.

Samkvæmt helstu miðlum á Englandi þá er ástæðan sú að þeir stjórar sem United hefur horft til eru annað hvort í öðru starfi eða hafa ekki áhuga á að taka við liðinu á miðju tímabili.

En hver er það sem á að taka við liðinu út tímabilið?

Það er rituð grein í staðarmiðilinn Manchester Evening News þar sem bent er á hinn fullkomna kost, að mati Casey Evans, sem skrifar greinina. Hann segir það vera Þjóðverjann Ralf Rangnick.

„Það sem Rangnick býður upp á er stöðugleiki núna og líka möguleikann á að byggja til framtíðar ef hann stigi upp í hlutverk yfirmanns knattspyrnumála til langtíma."

Evans telur að Carrick og Darren Fletcher, sem munu stýra liðinu í næstu leikjum, séu hluti af vandamálinu. „Rangnick gæti þjálfað liðið í grunnatriðunum, sett upp kosti fyrir sumarið hvað varðar þjálfara, og einnig bent á leikmenn fyrir United að sækja næsta sumar."

Rangnick er gríðarlega fær í því sem hann gerir. Hægt er að lesa meira um hann hérna.
Athugasemdir
banner
banner
banner