Enska úrvalsdeildarfélagið Tottenham er núna sakað um að hafa brotið félagaskiptareglur í kjölfarið á rannsókn sem breski fjölmiðillinn Times framkvæmdi.
Í rannsókninni komu fram ný sönnunargögn um að Tottenham hafi samið við umboðsmann sem var ekki með tilskilin leyfi þegar Jermain Defoe var keyptur til félagsins frá Portsmouth í byrjun ársins 2008.
Enska knattspyrnusambandið brást ekki við á þeim tíma, en það er talið að sambandið sé tilbúið að skoða málið frekar á þessum tímapunkti.
Slík brot hafa áður leitt til þess að félög missi stig, fari í félagaskiptabann eða þá að háttsettir einstaklingar fari í bann frá fótbolta.
Tottenham og Portsmouth hafa neitað að tjá sig um málið að svo stöddu.
Nýlega voru tekin tíu stig af Everton fyrir brot á fjármálareglum og það er spurning hvað gerist hjá Tottenham núna.
???? Tottenham are facing serious allegations of breaching transfer rules for Jermain Defoe's move to Portsmouth in 2008.
— Transfer News Live (@DeadlineDayLive) November 21, 2023
Spurs dealt with an unlicensed agent while agreeing to sell Defoe to Portsmouth for £7.5m.
(Source: @TimesSport) pic.twitter.com/7qVNYlniBS
Athugasemdir