Liverpool hafnaði tilboði í Nunez og hefur áhuga á Tzimas - Chelsea hefur sett verðmiða á Nkunku - Rashford vill fara til Barcelona
Atli Þór í skýjunum: Víkingur var eina liðið sem ég hafði auga á
Alex er kominn heim: Mig langaði að fara í bláu treyjuna aftur
Benoný stýrði víkingaklappinu með stuðningsmönnum eftir fyrsta leikinn sinn
Stígur út úr þægindarrammanum og fer norður - „Nú fer ég og kíki í mat til hennar"
Hákon segir allt risastórt hjá Lille - „Vinur minn vill að ég taki Nunez treyjuna"
Glódís Perla: Ótrúlega dýrmætt og mun aldrei gleyma því
Kominn heim eftir dvöl í Portúgal og á Ítalíu - „Er enn með stóra drauma"
Ekki erfitt að segja tengdapabba frá ákvörðuninni - „Tími til þess að breyta til"
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
   fim 21. desember 2023 16:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Grétar Snær: Aldrei að fara spila fyrir KR eftir að ég samdi við FH
Ég var aldrei að fara spila fyrir KR eftir að ég samdi við FH
Ég var aldrei að fara spila fyrir KR eftir að ég samdi við FH
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ég er mjög ánægður með tíma minn í KR og fannst ég sýna hvað ég gat
Ég er mjög ánægður með tíma minn í KR og fannst ég sýna hvað ég gat
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Ég var búinn að vera með þennan draum alveg síðan ég fór.
Ég var búinn að vera með þennan draum alveg síðan ég fór.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„FH var búið að heyra í mér, ég átti sex mánuði eftir af samning. Mig langaði að fara í FH og ákvað að hoppa á það," sagði Grétar Snær Gunnarsson, leikmaður FH, við Fótbolta.net.

Grétar skipti yfir í FH frá KR í sumar. Skiptin voru í bið í smá tíma á meðan FH var í félagaskiptabanni.

„Þetta var alveg skrítið, ég var búinn að skrifa undir eitthvað áður og það var skrítið að vita ekki hvort maður sé að fara eða ekki. Það var geðveikt þegar þetta komst í gegn."

Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, ákvað að hafa Grétar ekki í hópnum eftir að hann var búinn að semja við FH.

„Ég var aldrei að fara spila fyrir KR eftir að ég samdi við FH, en ég fékk einhverja nokka leiki þegar það voru meiðsli. Ég var tekinn úr hóp gegn FH því það var samþykkt tilboð í mig samdægurs."

Var ekki óþægileg staða að vita að þú værir ekki að fara spila?

„Það er alveg óþægilegt en ég reyndi bara að vera faglegur og sinna mínu. Það var enginn pirringur í neinum, þeir skildu alveg mína ákvörðun að vilja fara í FH. Þetta var það sem mig langaði að gera, ég er FH-ingur og talaði alltaf um að ég ætlaði aftur í FH þegar ég fór fyrst þaðan."

Draumurinn að snúa aftur í FH
Grétar þrýsti sjálfur á það að fara í FH í glugganum. „Staðan var bara þannig að ég var ekkert að fara spila og ég nennti því ekkert. Ég ýtti alveg á það, en það var ekkert vitað út af þessu banni. Svo bara reddaðist það."

„Ég var búinn að vera með þennan draum alveg síðan ég fór. Ég sagði við alla eftir að ég fór að ég væri alltaf að fara spila aftur fyrir FH. Ég var mjög glaður þegar það fór í gegn."


Svekkjandi að missa af Evrópusæti
Hvernig gekk eftir komuna í FH?

„Fínt, ég þurfti að koma mér í form, var ekki búinn að spila neitt. Það tók 3-4 vikur að komast í almennilegt stand. Svo var ég kominn inn í liðið og spilaði alla leiki. Það var leiðinlegt að klúðra þessu í lokin með Evrópusætið."

Grétar getur bæði spilað á miðjunni og í vörninni. „Það skiptir mig ekki máli hvort ég er. Ég hef alltaf verið miðjumaður en eftir að ég fór í KR þá var ég í miðverði og byrjaði að fíla þá stöðu. Mér finnst ég kunna hana mjög vel. Það skiptir mig ekki máli hvaða stöðu ég spila, ég myndi segja að ég sé bæði miðjumaður og hafsent."

Elskaði tímann í KR
Hvernig voru árin hjá KR?

„Mjög góð, það var ekki búist við miklu af mér (út á við) þegar ég kom þarna fyrst. Menn vissu ekki mikið hvort ég myndi spila eitthvað. Á fyrsta tímabili byrjaði ég fyrsta leik og spilaði held ég alla leiki fyrir utan þá sem ég var í banni. Ég var í miðverðinum og ég held að við höfum fengið fæst mörk á okkur í deildinni. Seinna árið þá vorum við í Evrópu, ég glímdi við einhver höfuðmeiðsli og datt aðeins út. Ég er mjög ánægður með tíma minn í KR og fannst ég sýna hvað ég gat. Ég náði að sýna hvernig leikmaður ég er."

„Þetta er einn af stærstu klúbbunum á Íslandi. Það voru geðveikir þjálfarar; Bjarni, Rúnar og allir í kring. Þetta er bara risaklúbbur. Ég elskaði tíma minn í KR,"
sagði Grétar.

Hann ræðir meira um tíma sinn hjá FH, Heimi Guðjónsson og vonandi væntanlegan leikmann í viðtalinu sem má sjá í heild sinni í spilaranum efst.
Athugasemdir
banner
banner