Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 22. febrúar 2019 15:00
Magnús Már Einarsson
Tíu álitsgjafar spá í leik Manchester United og Liverpool
Hvort liðið hefur betur á sunnudaginn?
Hvort liðið hefur betur á sunnudaginn?
Mynd: Getty Images
Solskjær hefur komið Manchester United í gang.
Solskjær hefur komið Manchester United í gang.
Mynd: Getty Images
Það er alltaf hart barist þegar þessir erkifjendur eigast við.
Það er alltaf hart barist þegar þessir erkifjendur eigast við.
Mynd: Getty Images
Shaqiri skoraði tvö í fyrri leiknum. Skorar hann líka á Old Trafford?
Shaqiri skoraði tvö í fyrri leiknum. Skorar hann líka á Old Trafford?
Mynd: Getty Images
Verður Pogba í stuði á sunnudaginn?
Verður Pogba í stuði á sunnudaginn?
Mynd: Getty Images
Erkifjendurnir í Manchester United og Liverpool mætast í stórleik í ensku úrvalsdeildinni klukkan 14:05 á sunnudaginn.

Fótbolti.net fékk tíu álitsgjafa til að spá í spilin fyrir leikinn.



Tryggvi Páll Tryggvason, raududjoflarnir.is
Það er eiginlega alveg magnað hversu óútreiknanlegur fótboltinn er. Fyrir tæplega ári síðan sat Ole Gunnar Solskjær í sófanum heima að horfa á þessa viðureign liðanna á síðasta tímabili í sjónvarpinu. Núna situr hann í stjórasætinu á Old Trafford.
United kemur í ágætis málum inn í þennan leik eftir flottan sigur gegn Chelsea sem ætti að gefa liðinu mikið fyrir þennan leik. Tilhugsunin um að kæla titilvonir Liverpool ætti einnig að tryggja það að leikmennirnir komi vel mótíveraðir í leikinn.

Solskjær hefur leyst leikina gegn hinum stóru liðunum í deildinni hingað til afar vel en í öll skiptin var spilað á útivelli. Nú er það heimavöllurinn og því öðruvísi dýnamik í spilunum. Liðið getur ekki legið jafn mikið til baka og í hinum stóru leikjunum, það er því er markaleikur í kortunum. Varnarmenn Liverpool eru margir hverjir að stíga upp úr meiðslum og varnarlína United er ekki beint sú öruggasta í bransanum. Ég spái því 3-2 sigri Manchester United, Chris Smalling með sigurmarkið.

Kristján Atli Ragnarsson, stuðningsmaður Liverpool
Liverpool mættu United á frábærum tíma í desember; Mourinho var kominn á endastöð með liðið og heimamenn á taumlausu flugi fengu að reka smiðshöggið á stjórnartíð þess portúgalska. Nú er annað uppi á teningnum; það eru örlítil þreytumerki á stórsókn Liverpool og United hafa verið óstöðvandi síðan Óli Gunnar tók við. Bæði lið eru frábær í dag og koma full sjálfstrausts í þennan leik, sem við sjáum ekki oft. Yfirleitt er annað liðið laskað eða klárlega lakara. Ég spái flugeldasýningu og held að 2-2 jafntefli verði niðurstaðan í hádramatískum leik.

Henry Birgir Gunnarsson, Stöð 2 Sport og Vísir
Þó svo leikur United hafi lagast mikið þá stenst liðið þeim bestu ekki snúning. Það er lengra í land en margur heldur. Þetta verður langur og vondur dagur fyrir stuðningsmenn United enda fær liðið á baukinn. 0-3 fyrir Liverpool. Salah með tvö (annað úr víti sem hann fiskar sjálfur) og eitt sjálfsmark sem verður alveg extra klaufalegt.

Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson, RÚV
Ég er satt best að segja frekar smeykur fyrir þennan leik. Fyrir hönd Liverpool líst mér ekkert á holninguna á United liðinu eftir að Solskjær náði að smita brosinu sínu yfir á leikmenn liðsins. Þetta verður allavega prófraun fyrir bæði lið. United getur komið sér nær markmiðinu um að halda Meistaradeildarsæti, en Liverpool verður helst að skófla í sig öllum stigunum sem í boði eru. Ég yrði samt sáttur við jafntefli fyrir Liverpool en leyfi mér að vona og segi 1-0 sigur Liverpool. Mané með markið.

Kjartan Henry Finnbogason, Vejle
Gríðarlega mikið undir fyrir bæði lið, Liverpool má ekki við því að misstíga sig í titilbaráttunni og verða að nýta sér þennan leik sem að þeir “eiga til góða” á City. United langar að sjálfsögðu í meistaradeildina að ári. Mane, Firminho og Salah eru einfaldlega allt of góðir fyrir þessa slöku vörn United og ég held að þeir skori allir í þessum leik. 1-3 fyrir Liverpool, Martial með markið fyrir United.

Stefán Árni Pálsson, Stöð 2 Sport og Vísir
Þetta verður geggjaður leikur eins og alltaf á milli þessara liða. Bæði lið í smá meiðslavandræðum en það skiptir engu máli þegar enski El Clásico fer fram. Þetta verður ekki mikill markaleikur, en ég tel að Manchester United hafi betur 1-0. Eina mark leiksins gerir Ander Herrera en hann fylgir á eftir þegar Paul Pogba klúðrar vítaspyrnu. Liverpool missir mann af velli með rautt spjald og það verður mjög umdeilt.

Sandra María Jessen, Bayer Leverkusen
1-1. Þetta verður hörku leikur. Mun erfiðari fyrir gestina en fyrri leikur liðanna á timabilinu. Þeir munu þó byrja af meiri krafti og komast yfir snemma leiks þegar James Milner skorar úr vítaspyrnu. En heimamenn jafna í lokin eftir mikla pressu sem ber loks árangur þegar Ander Herrera skorar með skoti eftir klafs í teignum.

Felix Bergsson, RÚV
Úff þetta verður svakalegur leikur sem skiptir bæði lið miklu máli. Ég held að það verði ekki mikið skorað en treysti á að eitt mark fra Van Dijk klári þetta. 0-1 fyrir Liverpool.

Valtýr Björn Valtýsson, SportTV og Visitor ferðaskrifstofa
Þegar þessi stórveldi mætast er allt lagt undir og h-in þrjú verða í algleymingi, heppni, hæfni, hefð. Liverpool hafði betur í fyrri leik liðanna 3-1 en þá var Jose Mourinho stjóri United. Liðið þótti leika leiðinlega og allt var uppí loft á milli stjórans og leikmanna. Nú aftur á móti er staðan allt önnur. Ole Gunnar Solskjaer er maðurinn í brúnni og hann hefur gert órúlega hluti. 8 sigrar og eitt jafntefli í deildinni og leikgleðin, hungrið og árásagirnin er komin aftur. Jürgen Klopp og hans menn hefðu ekki getað hitt á United á verri tíma en Klopp fagnar þó endurkomu Virgil Van Dijk sem styrkir lið Liverpool enda einn besti leikmaður liðsins. Það má búast við að markverðir liðanna, sem ég tel þá bestu í deildinni, þurfi að sýna snilli sína í leiknum en United hefur gengið illa að halda hreinu en þar hefur Alisson vinninginn. Mín spá er jafntefli eða heimasigur og ef það gerist eða að United vinnur þá setur Ole Gunnar nýtt met í stigasöfnun í fyrstu 10 leikjum sínum. Eigum við ekki að segja 1-1 eða 3-1. Ég held að Pogba haldi áfram að sýna afhverju hann var keyptur á 100 milljónir punda og ég veit að það myndi gleðja vin minn Sigga Hlö hjá Ferðaskrifstofunni Visitor en hann verður úti á leiknum með hóp stuðningsmanna United og Liverpool.

Oliver Sigurjónsson, Bodö/Glimt
2-1 sigur hja Man Utd. Fyrri hálfleikurinn einkennist af hápressu hjá Utd og hún heppnast vel nema einu sinni og þá refsar framlína Liverpool, besta þríeyki úrvalsdeildarinnar. Liverpool menn verða smá þreyttir og missa einbeitinguna í nokkrar sec í seinni hálfleik. Varamennirnir hjá Utd eiga eftir að spila stórt hlutverk í að klára leikinn í seinni hálfleik.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Man City 32 22 7 3 76 32 +44 73
2 Arsenal 32 22 5 5 75 26 +49 71
3 Liverpool 32 21 8 3 72 31 +41 71
4 Aston Villa 33 19 6 8 68 49 +19 63
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Newcastle 32 15 5 12 69 52 +17 50
7 Man Utd 32 15 5 12 47 48 -1 50
8 West Ham 33 13 9 11 52 58 -6 48
9 Chelsea 31 13 8 10 61 52 +9 47
10 Brighton 32 11 11 10 52 50 +2 44
11 Wolves 32 12 7 13 46 51 -5 43
12 Fulham 33 12 6 15 49 51 -2 42
13 Bournemouth 32 11 9 12 47 57 -10 42
14 Crystal Palace 32 8 9 15 37 54 -17 33
15 Brentford 33 8 8 17 47 58 -11 32
16 Everton 32 9 8 15 32 48 -16 27
17 Nott. Forest 33 7 9 17 42 58 -16 26
18 Luton 33 6 7 20 46 70 -24 25
19 Burnley 33 4 8 21 33 68 -35 20
20 Sheffield Utd 32 3 7 22 30 84 -54 16
Athugasemdir
banner
banner
banner