Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 22. febrúar 2021 20:12
Brynjar Ingi Erluson
Scholes: De Gea er vandamál fyrir Man Utd
David De Gea
David De Gea
Mynd: Getty Images
Paul Scholes, fyrrum leikmaður Manchester United og enska landsliðsins, segir að David De Gea sé orðinn afar stórt vandamál fyrir enska liðið.

United hefur spilað frábæran fótbolta á þessari leiktíð en liðið vann Newcastle United í gær, 3-1, og er í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, tíu stigum á eftir Manchester City.

Það hefur þó gengið illa að halda hreinu og hefur De Gea aðeins tekist að gera það átta sinnum á þessari leiktíð.

Scholes hefur verulegar áhyggjur af þessu og segir að De Gea sé vandamál fyrir liðið.

„Það hefur ekki gengið nógu vel að halda hreinu. Við töluðum um það fyrir leikinn og þetta er stærsti veikleikinn," sagði Scholes.

„David var enn og aftur slakur og það er vandamál fyrir Man Utd að hafa trú á markverðinum. Maður spyr sig svo í hornspyrnum hvort hann geti gripið boltann? Hann kýlir boltann alltaf í hættuleg svæði," sagði hann ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner