Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   fim 22. febrúar 2024 15:37
Hafliði Breiðfjörð
Ceferin vill koma til Íslands og ræða við ráðamenn um nýjan völl
Málefni Laugardalsvallar eru stöðugt í umræðunni en ríki og borg eru í felum og ræða ekki vandamálið.
Málefni Laugardalsvallar eru stöðugt í umræðunni en ríki og borg eru í felum og ræða ekki vandamálið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vanda Sigurgeirsdóttir fráfarandi formaður KSÍ greinir frá því í pistli í ársskýrslu KSÍ að forseti UEFA sé tilbúinn að koma til Íslands til að hitta ráðamenn og ræða um nýjan völl.

Lesa ávarp formanns á vef KSÍ

Vanda er að hætta sem formaður KSÍ og nýr formaður verður kosinn á ársþingi sambandsins næstkomandi laugardag. Vanda hvetur eftirmann sinn til að nýta sér tilboð Aleksander Ceferin forseta UEFA.

„UEFA hefur misst þolinmæðina gagnvart endalausu aðgerðarleysi og forseti UEFA er tilbúinn að koma til Íslands og hitta ráðamenn. Um að gera fyrir nýjan formann og stjórn að nýta sér það," segir Vanda í pistli sínum.

Ríki og borg hafa ítrekað gefið svikin loforð um uppbyggingu nýs leikvangs og hafa farið í felur með málefnið sem er ekki á dagskrá, heldur hefur sjónum þeirra verið beint að þjóðarhöll fyrir handbolta og körfubolta sem einnig hefur gengið brösulega að standa við.

Vanda ræðir þar sérstaklega um þörf á nýjum leikgangi og bendir á að Gíbraltar sé að byggja nýjan leikvang.

„Er það einlæg von mín að borg og ríki komi með okkur í þetta bráðnauðsynlega verkefni. Það er til skammar að við séum lélegust í Evrópu. Meira að segja Gíbraltar, sem er á stærð við Seltjarnarnes, er að byggja völl," segir hún.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner