Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
banner
   fim 22. febrúar 2024 20:55
Ívan Guðjón Baldursson
Evrópa: Óverðskuldaður sigur Ajax - Qarabag sló Braga út
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Evrópudeildin og Sambandsdeildin eru í fullum gangi í kvöld og fóru þrír leikir í framlengingu áðan. Þeim lauk öllum í framlengingu og því þurfti ekki að grípa til vítaspyrnukeppnar.

Í Sambandsdeildinni hafði Ajax betur gegn Bodö/Glimt í Noregi þrátt fyrir að hafa verið lakara liðið stærsta hluta leiksins. Ajax tók forystuna í fyrri hálfleik þegar Steven Berghuis skoraði eftir stoðsendingu frá Brian Brobbey, en Brobbey fór meiddur af velli skömmu síðar og kom Chuba Akpom inn í hans stað.

Heimamenn í Bodö voru talsvert sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og óheppnir að skora ekki jöfnunarmark. Í upphafi síðari hálfleiks fékk Josip Sutalo varnarmaður Ajax beint rautt spjald og urðu yfirburðir Bodö/Glimt algjörir, en þeir fundu ekki netið.

Heimamenn misstu Albert Grönbæk af velli með tvö gul spjöld í síðari hálfleik og því voru 10 leikmenn gegn 10 eftir inni á vellinum og Ajax með forystuna, eftir 2-2 jafntefli í fyrri leiknum í Hollandi.

Kristian Nökkvi Hlynsson var í byrjunarliðinu hjá Ajax og var skipt útaf á 83. mínútu, en nokkrum sekúndum síðar skoraði Bodö/Glimt jöfnunarmark til að knýja framlengingu.

Jöfnunarmarkið var verðskuldað og héldu heimamenn í Bodö áfram að vera sterkari aðilinn í framlengingu, en það dugði ekki til. Kenneth Taylor, sem hafði komið inn af bekknum fyrir Kristian Nökkva, hafði önnur áform og skoraði það sem reyndist sigurmark Ajax.

Norðmennirnir voru gríðarlega óheppnir að jafna ekki þar sem þeir áttu nokkur sláar- og stangarskot í leiknum og eitt í framlengingu, en boltinn rataði ekki í netið og er Bodö/Glimt úr leik.

Hollenska stórveldið þurfti mikla heppni til að komast framhjá sprækum Norðmönnum en það hafðist að lokum og eru Kristian Nökkvi og félagar búnir að tryggja sig í 16-liða úrslit Sambandsdeildarinnar.

Þá hafði Freiburg betur gegn Lens í Evrópudeildinni á meðan Qarabag sló Braga úr leik.

Freiburg lenti 0-2 undir gegn Lens en Roland Sallai skoraði tvennu til að koma leiknum í framlengingu, þar sem Michael Gregoritsch skoraði verðskuldað sigurmark.

Qarabag tapaði þá 0-2 á heimavelli gegn Braga en leikurinn fór í framlengingu eftir að Aserarnir höfðu unnið fyrri leikinn 2-4 í Portúgal.

Staðan var því orðin 4-4 í heildina þegar framlengingin var flautuð á og voru þrjú mörk skoruð í viðbót, þar sem ótrúlega dramatískt sigurmark leit dagsins ljós á 122. mínútu.

Qarabag stóð uppi sem sigurvegari að lokum, 6-5, þrátt fyrir tap á heimavelli.

Bodo-Glimt 1 - 2 Ajax
0-1 Steven Berghuis ('34 )
1-1 Patrick Berg ('83 )
1-2 Kenneth Taylor ('114 )
Rautt spjald: Josip Sutalo, Ajax ('48)
Rautt spjald: Albert Gronbæk, Bodo-Glimt ('66)

Freiburg 3 - 2 Lens
0-1 David Pereira da Costa ('28 )
0-2 Sepe Elye Wahi ('45 )
1-2 Roland Sallai ('67 )
2-2 Roland Sallai ('90 )
3-2 Michael Gregoritsch ('99 )

Qarabag 2 - 3 Braga
0-1 Roger Fernandes ('71 )
0-2 Alvaro Djalo ('83 )
1-2 Matheus Silva ('102 )
1-3 Simon Banza ('115 , víti)
2-3 Nariman Akhundzade ('122 )
Rautt spjald: Elvin Cafarquliyev, Qarabag ('57)
Athugasemdir
banner
banner
banner