Díaz á förum frá Liverpool - Newcastle fær markvörð Burnley - Man City ætlar að losa sig við reynda leikmenn
   lau 22. febrúar 2025 18:01
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Hákon með tvennu í frábærum sigri Lille
Mynd: EPA
Hákon Arnar Haraldsson var hetja Lille þegar liðið vann sterkan sigur á Mónakó í baráttunni um Evrópusæti í frönsku deildinni.

Hann skoraði bæði mörk liðsins en það fyrra kom eftir tuttugu mínútna leik. Hann fékk boltann og átti sprett inn á teiginn, Hákon lét vaða og skoraði með góðu skoti í fjærhornið.

Undir lok fyrri hálfleiks bætti hann svo öðru markinu við eftir slæm mistök í vörn Mónakó. Takumi Minamino, fyrrum leikmaður Liverpool, minnkaði muninn fyrir Mónakó en nær komust þeir ekki.

Lille er fór úr 5. sæti upp í það þriðja en liðið er með 41 stig eftir 23 umferðir. Mónakó fellur niður í 5. sætið með 40 stig.

Willum Þór Willumsson kom inn á sem varamaður snemma leiks þegar Birmingham gerði markalaust jafntefli gegn Reading í ensku C-deildinni. Birmingham er á toppnum með 70 stig eftir 30 umferðir.

Jón Daði Böðvarsson spilaði klukkutíma þegar Burrton vann dramatískan sigur á Lincoln en eina mark leiksins kom í uppbótatíma. Benoný Breki Andrésson sat allan tímann á bekknum þegar Stockport tapaði 2-0 gegn botnliði Cambridge.

Burton er í 21. sæti með 32 stig eftir 33 umferðir en liðið er tveimur stigum frá öruggu sæti. Stockport er í 4. sæti með 57 stig eftir 33 umferðir.

Jason Daði Svanþórsson var tekinn af velli undir lok leiksins þeegar Grimsby vann Fleetwood 2-1 í ensku D-deildinni. Grimsby er í 8. sæti með 51 stig eftir 32 umferðir.
Athugasemdir
banner
banner